Umsókn um heimavist fyrir skólaárið 2010 - 2011

Umsókn um heimavist fyrir skólaárið   2010 - 2011 Hér til hliðar má finna umsókn um heimavist fyrir veturinn 2010-2011. Þegar hún hefur verið fyllt út þarf að koma henni hingað til okkar á heimavistina Það má gera það á þrennan hátt. Með pósti og þá stílað á Lundur heimavist MA/VMA Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri og bt. Sigmundar Með tölvupósti á netfangið sigmundur@heimavist.is og þarf þá að fylla út umsóknareyðublað og senda sem viðhengi. Nú eða bara með því að koma og afhenda starfsmanni umsóknina og líta á húsakynni í leiðinni. Núverandi íbúar eru beðnir um að skila umsóknum í anddyri eða til húsbónda. A.T.H. Allar séróskir t.d. um herbergi, herbergisfélaga, nágranna eða aðrar óskir þurfa að koma fram á umsókn eða berast á netfangið sigmundur@heimavist.is ekki síðar en 1. ágúst. Viljum við sérstaklega benda nýnemum á að senda inn sínar óskir á netfangið hér að ofan þar sem aðeins er boðið upp á að haka við heimavist á rafrænni umsókn um skólavist en ekki tilgreina óskir. Umsóknarfrestur er til 11. júní.    Húsaleigu verðskrá fyrir skólaárið 2010 til 2011 er nú komin og má sjá hana á umsókn um heimavist

Þvottur!

Elsku bestu vistarbúar! Ennþá virðast fötin okkar og sokkapokarnir hlaupa í burtu ! Núna fyrir stuttu týndi ein stelpa hérna á vistinni sokkapokanum sínum með næstum því öllum nærfötunum! Og hún vill endilega fá þau aftur .. Svo gellurnar í þvottahúsinu vilja biðja alla íbúa um að muna það að ef þú færð eitthvað í hólfið þitt sem þú átt ekki sjálfur að vinsamlegast skila því aftur í þvottahúsið! Svo endilega ef þú átt föt, sokkapoka eða eitthvað álíka inná hjá þér sem að er ekki í þinnu eigu að skokka með það aftur niður í þvottahús :) .. Það er ekkert gaman að eiga næstum engin nærföt til að fara í, og þar sem að við flest erum frekar fátækir námsmenn þá er ekkert mjög sniðugt að þurfa alltaf að kaupa ný og ný föt bara vegna þess að fólk nennir ekki að skokka með þau föt sem eru ekki í þeirra eigu niður í þvottahús!    svo bara enn og aftur: muna að fara með allt sem ekki er í ykkar eigu niður í þvottahús!       *knúúúúúúúúúús*