Þorrablót !:D

Þorrablót Heimavistar verður næstkomandi fimmtudag, 4.febrúar. Matsalurinn opnar klukkan 18:00 en borðhald hefst klukkan 18:30.  Klukkan 20:00 hefjast skemmtiatriði í setustofu.

Ný könnun !

Elsku bestu heimavistarbúar :D  Ég var að setja inn nýja könnun, og væruð þið til í að vera svo æðisleg að svara henni fyrir okkur í heimavistarráði. Þannig er mál með vexti að okkur datt í hug að hafa smá ball, þar sem dansaðir yrðu gömlu dansarnir, eftir þorrablótið(sem er 4. febrúar n.k). En við vitum ekki alveg hvort að það sé einhver áhugi fyrir því að dansa gömlu dansana. Okkur finnst voðalega tilgangslaust að fá einhvern/einhverja til þess að spila undir dansi, ef að það væru svo engir sem að myndu dansa. Þannig að nennið þið að hjálpa okkur og svara könnuninni.    Með fyrirfram þökk :D f.h. heimavistarráðs, frk. fjölmiðlafulltrúi :)   

Nýr meðlimur heimavistarráðs !!

NÝR MEÐLIMUR Í HEIMAVISTARRÁÐI !!!!!!   Við í heimavistarráði bjóðum Hilmar Smára Birgisson velkominn í ráðið !  Einnig viljum við þakka Agnesi og Berki fyrir drengilega kosningabaráttu.     Við viljum líka benda fólki á það að framundan er þorrablót, það er dagsett 4.febrúar.Þannig að endilega takið það kvöld frá. Við ætlum að semja einhver skemmtiatriði fyrir það, og því viljum við biðja ykkur, kæru heimavistarbúar, að koma með hugmyndir til okkar. Ef að þið vitið um eitthvað fyndið, kjánalegt, vandræðalegt eða eitthvað álíka sem að íbúar á heimavistinni hafa gert, þá endilega hafið samband við einhverja af okkur í heimavistarráði. Við viljum endilega verða með góð skemmtiatriði og við þurfum ykkar hjálp .. !! Endilega komið hugmyndum á framfæri, ekki vera feimin, við bítum ekkert voðalega fast.  Það sem er planað í febrúar-apríl er: Karlakveld, konukveld, poolmót stórkvöldvaka, tailenskt matarkvöld, lokakvöldvaka og kannski eitthvað fleira sem að á hreinlega eftir að skipuleggja. 

Nýjir frambjóðendur !!

Þeir sem að bjóða sig fram í heimavistarráð eru : Hilmar Smári Birgisson Agnes Ýr Vorsveinsdóttir Börkur Guðmundsson   KOSNING FER FRAM MÁNUDAGINN 18.JANÚAR Í ANDDYRINU FRÁ KLUKKAN 16:00-20:00

Nýr fulltrúi og fréttir.

Við í heimavistarráði óskum eftir nýjum fulltrúa í ráðið.  Æskilegt er að hann sé í VMA. En ef einhverjir MA-ingar hafa mikinn áhuga þá geta þeir einnig boðið sig fram, og verður þá kosið milli þeirra ef að enginn úr VMA hefur áhuga. Ef að þú hefur áhuga þá skaltu annað hvort hafa samband við hr. húsbónda eða einhvern í heimavistarráði(Aðalbjörn, Helgu, Jónínu, Sunnu, Ástu eða Kati) fyrir mánudaginn 11. jan.     En svona ef að þið skylduð vilja vita eitthvað hvað við erum að bralla í heimavistarráðinu þá erum við núna að plana kvöldvökur sem að verður dreift fram á vor. Svo hafa einnig komið hugmyndir um útivistardag uppi fjalli, bíóferð, poolmót og fleira. Við viljum endilega fá ykkar hugmyndir og ykkar komment á það hvað er áhugi fyrir að gera! Semsagt ef að þú hefur einhverja hugmynd eða tillögu um hvað eigi að gera þá endilega hafðu samband við okkur eða kommentaðu á þetta  blogg..  Einnig viljum við vita hvort að það sé einhver áhugi fyrir t.d bíóferð( þar sem að bara heimavistin væri með t.d. sambíó salinn og fengum að sjá einhverja nýja mynd og kannski yrði innifalið popp og kók í miðaverðinu) eða útivistardegi(þar sem að annað hvort yrði farið að renna sér á þotum, plastpokum , skíðum eða fara í göngutúr uppá ?Súlur?..).. Endilega látið okkur vita ef að áhugi er fyrir hendi.   Það verður margt í gangi fram á vor svo ... bíðið spennt elskurnar ...   Knús, heimavistaráð, sem að sárlega vantar nýjan fulltrúa. !