Umsókn um heimavist fyrir skólaárið 2011 - 2012

Umsókn um heimavist fyrir skólaárið 2011 - 2012 Hér til hliðar má finna umsókn um heimavist fyrir veturinn 2011-2012. Þegar hún hefur verið fyllt út þarf að koma henni hingað til okkar á heimavistina Það má gera það á þrennan hátt. Með pósti og þá stílað á Lundur heimavist MA/VMA Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri og bt. Sigmundar Með tölvupósti á netfangið sigmundur@heimavist.is og þarf þá að fylla út umsóknareyðublað og senda sem viðhengi. Nú eða bara með því að koma og afhenda starfsmanni umsóknina og líta á húsakynni í leiðinni. Núverandi íbúar eru beðnir um að skila umsóknum í anddyri eða til húsbónda. A.T.H. Allar séróskir t.d. um herbergi, herbergisfélaga, nágranna eða aðrar óskir þurfa að koma fram á umsókn eða berast á netfangið sigmundur@heimavist.is ekki síðar en 1. ágúst. Viljum við sérstaklega benda nýnemum á að fylla út umsókn um heimavist og senda okkur. Ekki nægir að haka aðeins við heimavist þegar sótt er um skóla þar sem óvíst sé að það skili sér til okkar. Umsóknarfrestur er til 9. júní.

Frá þvottahúsi

Mikill þvottur er í óskilum og eru eigendur hvattir til þess að koma og sækja hann. Í lok skólaárs verður óskilaþvottur sendur í rauða krossinn Minnum einnig á að þú færð 2000 kr. endurgreiddar þegar þú skilar þvottalyklinum inn í eldhús 

Ábending frá vefstjóra

Margir hafa komið með ábendingar um hluti sem betur mega fara en þeir hafa gert það með því að skrifa athugasemdir við fréttir hér inni á síðunni. Vil ég benda á að betra er að senda ábendingar á netfang heimavistarráðs: heimavistarrad@heimavist.is eða að hafa beint samband við fulltrúa úr heimavistarráði því við erum ekki endilega alltaf að eltast við það að skoða athugasemdirnar á hverjum degi en við athugum tölvupóstin daglega. Virðingafyllst Vefstjóri 

Könnun á netinu

Í dag (mánudag) er síðasti dagur fyrir þátttöku í viðhorfskönnun (á netinu) meðal íbúa heimavistarinnar Allir íbúar hafa fengið tölvupóst um könnunina og þar er tenging við netsíðu könnunarinnar!  Hvetjum alla sem ekki hafa tekið þátt, að vera með og svara könnuninni!

Látið vita ef þið eruð veik

Ef þið eruð veik eru þið vinsamlegast beðin um að láta starfsfólk Lundar vita í innanhússíma 1602. Starfsfólk getur síðan komið og litið við hjá ykkur og komið með mat, hitamælir o.þ.h.