Jólahlaðborð Heimavistarráðs 2013

Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið í kvöld frá kl. 17.30-19. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil og eru íbúar hvattir til að mæta í snyrtilegum klæðnaði.

Húsreglur í próftíð

Kæru vistarbúar, þegar próftíð er í gangi gilda reglurnar hér að neðan • Próftími hefst mánudaginn 2. desember kl. 14:00 • Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn • Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur • Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00 • Á próftíma er drykkur alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar • Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði • Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð • Reglulegum próftíma líkur 13. des. kl. 14:00 Sjúkrapróf eru 16. og 17. desember og eru íbúar beðnir um að sýna tillitssemi meðan á þeim stendur • Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði Gangi ykkur vel í prófunum Sýnum öll tillitsemi Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Íbúi heimavistar verður fulltrúi Íslands í ræðukeppni í London

Eins og fram kom á heimasíðu MA þá vann Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir nemandi á fjórða ári í MA og íbúi á heimavist ræðukeppni hér á landi sem haldin var á vegum ESU (English Speaking Union) og FEKÍ (Félag enskukennarafélags á Íslandi). Ásgerður mun keppa fyrir Íslands hönd í London í maí á næsta ári við fulltrúa frá 50 þjóðlöndum. Starfsfólk heimavistar óskar Ásgerði til hamingju með sigurinn.