Lokað á heimavistinni um páskana

Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 7. apríl. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 8. apríl. VMA byrjar kennslu eftir páska þriðjudaginn 18. apríl en MA mánudaginn 24. apríl. Heimavistin verður því opnuð eftir páskafrí mánudaginn 17. apríl kl. 12

Nemendur úr Grunnskóla Húnaþings vestra í heimsókn

Nemendur í 8. og 9. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra komu í heimsókn og fengu kynningu á heimavistinni í morgun. Á hverju skólaári fáum við hressa og skemmtilega nemendur úr efri bekkjum grunnskóla í heimsókn en heimsóknin er hluti af heimsókn þeirra í framhaldsskólana; Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann Akureyri. Kærar þakkir fyrir komuna.