Konukvöld !

Stelpur Stelpur !   Miðvikudagskvöldið 3.mars verður konukvöld á vistinni! Setustofan opnar klukkan 20:00 en kvöldið sjálft hefst klukkan 20:15.  Leikir, keppnir og margt fleira skemmtilegt verður í gangi.  Margt gómsætt verður í boði :) Nokkrir karlkyns aðilar munu sýna"sixpakkið" :)   Vonumst til að sjá ykkur sem flestar..  

Strákar, strákar !!

Kæru karlkyns íbúar ! Miðvikudaginn 17.febrúar n.k  verður karlakvöld á heimavistinni ! Húsið opnar 20:00 og kvöldvakan sjálf hefst klukkan 20:15! Við hvetjum alla karlkynsaðila til að mæta ! Snakk og fleira verður í boði. Vonumst til að sjá sem flesta !   Kannski fáið þið eitthvað svona? Hver veit ? :D   

Myndir !

Elsku bestu heimasíðugestir. Ég setti nokkrar myndir frá þorrablótinu hérna inn á síðuna. En allar myndirnar má sjá á    http://sunnamj.123.is/album/default.aspx?aid=170725  .       -- frk. fjölmiðlafulltrúi. 

Þorrablót !

Elsku dúllurnar okkar! Við viljum biðja ykkur um að koma í snyrtilegum klæðnaði á þorrablótið. Við erum samt ekkert að tala um að þið þurfið að koma í árshátíðarfötunum, heldur bara snyrtilega klædd.      

Þvottur, þvottur !!

Elsku bestu heimavistaríbúar ! Stelpurnar í þvottahúsinu báðu okkur um að setja inn auglýsingu hérna á síðuna. Svo virðist vera að þessi blessuðu föt okkar íbúanna sem að við setjum í þvott haldi bara áfram að hlaupa burt.. Til að nefna dæmi þá hefur ung stúlka hérna á heimavistinni góðu, týnt nærfatapokanum í þvotti! Það er nú ekki gott að vera undirfatalaus svo að ef að einhver annar íbúi hefur fengið ókunnugan nærfatapoka í hólfið sitt(sem hefur þá væntanlega endað uppi á herbergi) þá biðjum við hann um að vera svo vænn að skila honum aftur í þvottahúsið.  Þetta á einnig við um allar flíkur sem að þið fáið í ykkar hólf og þið kannist bara ekkert við að eiga. Þið þurfið ekki að gera annað en að skottast niður í þvottahús og fleygja þessu mjúklega inn í gegnum götin í þvottahúsinu. Svo einfalt er það. Og ef að þú ert löt/latur og nennir ekki að gera þér auka ferð niðr' í þvottahús þá getið þið bara tekið þetta á leiðinni í mat. Þar sem að við reiknum fastlega með því að þið borðið einstöku sinnum.      Takktakk, Heimavistarráð !     

Þorrablót !:D

Þorrablót Heimavistar verður næstkomandi fimmtudag, 4.febrúar. Matsalurinn opnar klukkan 18:00 en borðhald hefst klukkan 18:30.  Klukkan 20:00 hefjast skemmtiatriði í setustofu.