Opnað fyrir umsóknir um heimavist vorið 2017

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist vorið 2017. Ekki liggur fyrir hvað hægt verður að taka á móti mörgum nýjum íbúum en haft verður samband við umsækjendur þegar nær dregur.

Grunnskólanemendur í heimsókn á heimavistinni

Það var sannarlega líf og fjör þegar um 150 nemendur úr nágrannabyggðalögunum og kennarar þeirra komu í heimsókn á heimavistina í gær. Á hverju hausti fáum við hressa og skemmtilega nemendur úr 9. og 10. bekk en þessi heimsókn er hluti af heimsókn þeirra í framhaldsskólana; Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann Akureyri. Að þessu sinni komu nemendur frá 11 grunnskólum: Hrafngilsskóla, Gunnskólanum á Þórshöfn, Bakkafirði, Höfðaskóla, Þelamerkuskóla, Stórutjarnarskóla, Genivíkurskóla, Borgarhólsskóla, Dalvíkurskóla, Valsárskóla og Þingeyjarskóla. Nemendurnir fengu kynningu á heimavistinni sem íbúar tóku þátt í og boðið var upp á hressingu í setustofunni eins og venja er. Kærar þakkir fyrir komuna. Flottur hópur nemenda Hrafnagilsskóla Nemendur fengu hressingu á setustofunni

Vaktsími á heimavist

Minnum íbúa, foreldra og forráðamenn á að hægt er að ná í starfsmann á vakt allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602 eða 455 1602.

Frá mötuneytinu

Boðið er upp á grænmetisfæði í vetur eins og áður en íbúar verða að skrá sig hjá starfsfólki í mötuneytinu. Hægt er að breyta um fæði og fæðisflokk á annarskiftum eða að greiða breytingargjald kr. 2000 ef breytt er á öðrum tíma. Ef íbúi er með óþol eða ofnæmi af einhverju tagi þarf að skila inn vottorði frá lækni þar sem tekið er fram fyrir hverju viðkomandi er með ofnæmi/óþol.

Innritun MA íbúa

Nú styttist í að Menntaskólinn á Akureyri hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans. Heimavistin verður opnuð fyrir innritun miðvikudaginn 7. september frá klukkan 13:00 til 20 og fimmtudaginn 8. september frá klukkan 08:30 til 18. Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.

Vaktsími á heimavist

Minnum íbúa, foreldra og forráðamenn á að hægt er að ná í starfsmann á vakt allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602 eða 455 1602.

Innritun VMA íbúa

Heimavistin verður opnuð fyrir innritun miðvikudaginn 17. ágúst frá klukkan 13:00 til 20 og fimmtudaginn 18. ágúst frá klukkan 08:30 til 18. Íbúar eiga þegar að hafa fengið leigusamninga og önnur gögn send heim.

Hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa sem eru að flytja á heimavistina

Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér: Sæng og kodda. Sængurver, koddaver og lök. Handklæði og rúmteppi ef vill. Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott. Herðatré. Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum. Hlífðarlök eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri. Íbúar fá tuskur, svampa og þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við. Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig. Íbúar geta endurraðað húsgögnum á herbergjum en verða að skilja við þau eins og þau komu að þeim í upphafi. Mikilvægt er að passa upp á að skemma ekki gólfefni og húsgögn við flutningana. Íbúar geta aðeins hengt upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist. Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér. Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa o.s.frv.

Heimavistin verður opnuð fyrir innritun VMA íbúa miðvikudaginn 17. ágúst

Nú styttist í að Verkmenntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans. Heimavistin verður opnuð fyrir innritun miðvikudaginn 17. ágúst frá klukkan 13:00 til 20 og fimmtudaginn 18. ágúst frá klukkan 08:30 til 18. Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.

Skrifstofur heimavistar lokaðar í júlí

Skrifstofur heimavistar verða lokaðar í júlí vegna sumarleyfa starfsmanna.