Heimavistarráð MA og VMA skólaárið 2012-2013

Nýtt Heimavistarráð fyrir skólaárið 2012-2013 hefur tekið til starfa. Heimavistarráðið skipa eftirtaldir: Ólöf Sigurðardóttir forseti, Þorbjörg Jóna Guðmundsdóttir varaforseti, Sandra Haraldsdóttir ritari, Hrafnhildur Jóna Hjartardóttir vefstjóri, Ágúst Gestur Guðbjargarson skemmtanastjóri, Ingibjörg Bjarnadóttir skemmtanastjóri og Pálmi John Price Þórarinsson lukkudýr.

Frá þvottahúsi

Íbúar á heimavist athugið – þvottalyklar bíða ykkar! Minnum íbúa á að sækja þvottahúslykla til Sigrúnar og Svövu í þvottahúsinu. Íbúar eru þegar búnir að greiða fyrir lyklana.

Störf í boði fyrir íbúa heimavistar

Störf í boði fyrir íbúa heimavistar. Óskum eftir íbúum til starfa við þrif o.fl. á heimavistinni nokkra tíma á viku. Nánari upplýsingar fást hjá Rósu Maríu. Umsóknir sendist á netfangið rosa@heimavist.is fyrir 5. október nk.

Netaðgangur- ný lykilorð

Lokað verður fyrir sameiginlegan netaðgang sem íbúar hafa haft aðgang að frá og með kl. 01 aðfaranótt fimmtudags. Ný lykilorð eru tilbúin til afhendingar frá kl. 19 í kvöld. Íbúar þurfa að koma í afgreiðslu til að fá lykilorðin afhent og undirrita samning um netaðgang.

Kynningarfundur með íbúum VMA

Kynningarfundur með íbúum VMA verður haldinn þriðjudaginn 11. september kl. 17 í matsal á heimavistinni. Stjórnendur og starfsfólk í nemendaþjónustu VMA; skólahjúkrunarfræðingur, námsráðgjafar og fl. munu kynna þá þjónustu sem nemendum stendur til boða.

Innritun MA nemenda haustið 2012

Heimavistin verður opnuð fyrir innritun MA nemenda miðvikudaginn 12. september frá klukkan 13 til 21 og fimmtudaginn 13. september frá klukkan 08:30 til 20. Skólasetning MA er fimmtudaginn 13. september.

Starfsmann vantar í þvottahúsið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.16-18. Áhugasamir hafi samband við Svövurnar í þvottahúsinu.

Frá mötuneyti- allir í augnskanna

Nú er augnskanninn klár og þurfa allir nýjir vistarbúar að koma í myndatöku í skannanum. Minnum íbúa á að skila umsóknum um mötuneytið sem allra fyrst.

Hjúkrunarfræðingur heimavistar með viðtalstíma fimmtudaginn 23. ágúst

Hannesína Scheving hjúkrunarfræðingur heimavistar verður með fyrsta viðtalstímann fimmtudaginn 23. ágúst frá kl. 17-18. Í vetur verður Hannesína með viðtalstíma á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17-18 í herbergi á skrifstofugangi. Sími hjúkrunarfræðings er 455 1611.

Námsráðgjafi VMA með viðveru þriðjudaginn 21. ágúst

Svava Magnúsdóttir námsráðgjafi VMA verður með viðveru á heimavistinni þriðjudaginn 21. ágúst frá kl. 17-18.