Andlát starfsmanns

Svava Jóhannsdóttir starfsmaður hjá Mötuneyti MA lést föstudaginn 30. júní. Svava starfaði hjá MMA í á þriðja áratug, lengst af í þvottahúsinu. MMA þakkar Svövu fyrir vel unnin störf hjá stofnuninni og sendir aðstandendum hennar samúðarkveðjur. Útförin fer fram frá Munkaþverárkirkju föstudaginn 6. júní kl.13.30.

Reglur á próftíma á heimavist

Próf í MA byrja þriðjudaginn 27. maí og því tekur próftími við á heimavistinni. Á próftíma gilda ákveðnar reglur á heimavist: Próftími hefst mánudaginn 26. maí kl. 8:00 Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. Morgunmatur er virka daga frá kl. 7:15 – 9:15 og um helgar frá kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga frá kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði. Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð. Reglulegum próftíma í MA lýkur 6. júní n.k. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Sýnum öll tillitssemi. Gangi ykkur vel í prófunum! Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Brautskráning í Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum VMA innilega til hamingju með daginn.

Mötuneyti Ma eignast nýtt grill

André Sandö íbúi á heimavist og nemandi í VMA færði heimavistinni höfðinglega gjöf á dögunum. André sem er nemandi á fjórðu önn í stálsmíði smíðaði kolagrill úr ryðfríu stáli og færði heimavistinni til eignar. Grillið verður vígt í skólabyrjun næsta haust. Starfsfólk þakkar fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem á eftir að gleðja íbúa á komandi árum.

Reglur á próftíma

Próf í VMA byrja föstudaginn 9. maí og því tekur próftími við á heimavistinni. Á próftíma gilda ákveðnar reglur á heimavist: Próftími hefst miðvikudaginn 7. maí kl. 14:00. Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. Morgunmatur er virka daga frá kl. 7:15 – 9:15 og um helgar frá kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga frá kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði. Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð. Reglulegum próftíma lýkur 20. maí n.k. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Sýnum öll tillitssemi. Gangi ykkur vel í prófunum! Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Grillað í tilefni af sumarkomu

Í tilefni af sumarkomu ætlar starfsfólk mötuneytisins að grilla fyrir íbúa Sumardaginn fyrsta. Grillað verður frá kl. 18 við matsalinn og verður boðið upp á hamborgara og eitthvað fleira góðgæti. Mætum með bros á vör og í sumarskapi.

Gleðilegt sumar

Kæru íbúar. Við óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum ánægjuleg samskipti í vetur. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Opið fyrir umsóknir skólaárið 2014-2015

Höfum opnað fyrir umsóknir skólaárið 2014-2015.

Gleðilega páska

Við óskum íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð aftur mánudaginn 21. april kl. 12.

Opnað verður fyrir umsóknir á heimavist mánudaginn 14. apríl