sumarfrí

Sumarfrí   Sumarfrí starfsmanna heimavistar Lundar er frá 26. júní - 5. ágúst. Hér að neðan má lesa svör við helstu spurningum sem brenna á umsækjendum um heimavist.   Umsókn um heimavist má senda á netfang húsbónda sigmundur@heimavist.is reynt verður að svara því hvort viðkomandi hafi fengið vistarpláss strax og hægt er, eða í síðasta lagi 7. ágúst.   Svör við umsóknum fóru í póst 24. júní. Greiðsluseðlar berast frá banka nokkrum dögum síðar. Eindagi greiðsluseðla er 20. júlí. Tekið verður inn af biðlista 5. -  7. ágúst. Séróskir, t.d. um herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst. Ekki verður hægt að fá upplýsingar um niðurröðun á herbergi fyrir 18. ágúst. Leigusamningar og aðrir pappírar verða sendir út viku fyrir upphaf skóla. Þvottanúmer nýrra íbúa heimavistar berast einnig viku fyrir upphaf skóla. Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komu á heimavist.    Ef greiðsluseðill berst ekki er hægt að greiða staðfestingar- og tryggingagjald inn á reikning Lundar að upphæð kr. 26.000. Bankaupplýsingar: 0302-26-106252. Kennitala Lundar: 630107-0160. Mikilvægt er að kennitala verðandi íbúa komi fram sem skýring við greiðslu. Staðfestingar- og tryggingagjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við búsetu á heimavist.   

Gaman að bú á heimavist!

Heimavist MA / VMA - óbreytt verðskrá.    Húsaleiga fyrir skólaárið 2009 til 2010 verður óbreytt frá fyrra ári. (verð, sjá umsókn um heimavist)   Verðskrá mötuneytis  verður óbreytt frá fyrra ár. (verð, sjá mötuneyti og þvottahús / verðskrá)   Minnum á að umsóknarfrestur er til 12. júní.   Hlökkum til á sjá ykkur í haust. Starfsfólk Heimavistar MA / VMA.   Á Heimavistinni búa liðlega 330 framhaldsskólanemendur. Heimavistin er gott og öruggt heimili þar sem vel er búið að íbúum.  

SKÓLAÁRIÐ 2009 TIL 2010

Umsókn um heimavist fyrir skólaárið 2009 - 2010 Hér til hliðar má finna umsókn um heimavist fyrir veturinn 2009-2010. Þegar hún hefur verið fyllt út þarf að koma henni hingað til okkar á heimavistina Það má gera það á þrennan hátt. Með pósti og þá stílað á Lundur heimavist MA/VMA Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri og bt. Sigmundar Með tölvupósti á netfangið sigmundur@heimavist.is og þarf þá að fylla út umsóknareyðublað og senda sem viðhengi. Nú eða bara með því að koma og afhenda starfsmanni umsóknina og líta á húsakynni í leiðinni. Núverandi íbúar eru beðnir um að skila umsóknum í anddyri eða til húsbónda. A.T.H. Allar séróskir t.d. um herbergi, herbergisfélaga, nágranna eða aðrar óskir þurfa að koma fram á umsókn eða berast á netfangið sigmundur@heimavist.is ekki síðar en 1. ágúst. Viljum við sérstaklega benda nýnemum á að senda inn sínar óskir á netfangið hér að ofan þar sem aðeins er boðið upp á að haka við heimavist á rafrænni umsókn um skólavist en ekki tilgreina óskir. Umsóknarfrestur er til 12. júní.   Forsvarsmenn Lundar vinna að því ná fram lækkun á fjármagnskostnaði Lundar svo stilla megi hækkun húsleigunnar í hóf fyrir komandi skólaár eða jafnvel að  komast  hjá hækkun húsaleigunnar. Endanleg verðskrá verður birt eins fljótt og unnt er.  

Bílastæði við MA og heimavist

Bílastæðin við skólann og heimavist 4.5.2009 Þeir sem leggja bílum sínum ólöglega við MA og heimavist MA/VMA geta átt von á því framvegis að þurfa að greiða sektir. Bílastæðin við MA og heimavist verða undir eftirliti starfsmanna bæjarins. Þrátt fyrir að bílastæði við skólann hafi verið stækkuð er enn mjög algengt að fólk leggi bílum sínum ólöglega, utan merktra stæða og á grasflötum. Af þessu stafa bæði óþægindi, hætta og skemmdir á umhverfinu. Af þessum sökum hefur verið samið við Akureyrarbæ um að starfsmenn bílastæðasjóðs hafi eftirlit með bílastæðum MA og heimavistar og sekti þá sem leggja bílum sínum ólöglega. Þetta verður gert frá og með mánudeginum 11. maí næstkomandi.  

Allir að taka þátt

Ljósmyndakeppni          Vegna lélegrar þátttöku í ljósmyndakeppni heimavistarinnar hefur frestur til að skila inn myndum verið lengdur til föstudagsins 3. apríl. Taktu nú fram myndvélina og smelltu af. Og þegar þú ert búin/nn að taka mynd skaltu lána vinum þínum myndavélina svo þeir geti líka verið með! Að sjálfsögðu er einnig leyfilegt að nota gamla mynd sem tekin var á heimavist. Sendu svo myndina á heimavistarrad@heimavist.is   Heimavistarráð 

Sigurvegari í Poolmóti 2009

Sigurvegari í Poolmóti heimavistarráðs 2009 er Janus Jónsson Heimavistarráð þakkar öllum þeim sem tóku þátt í mótinu.

Poolmót

Á döfinni er poolmót á vistinni  Minnum alla á að skrá sig niður í anddyri sem hafa áhuga á að keppa í poolmótinu. Mótið hefst kl 18:00 þriðjudagskveldið 3.mars Þeir sem hafa áhuga á að vera dómarar á mótinu geta haft samband við Hjálmar 6216 eða 8430016 Endilega takið sem flest þátt !!verðlaun eru í boði fyrir fyrsta sætið og bikar. Heimavistarráð

::::

Smá fréttir af heimavistarráði Heimavistarráð hefur verið að yfirfara og endurnýja reglur heimavistar. Búið er að endunýja myndir af sameiginlegri aðstöðu og setja þær inná heimasíðuna. Minni alla á að taka þátt í skoðanakönnun á heimasíðunni.  

Hneyksli kvöld 9.febrúar

  Næturvörður vistarinnar varð var við mikið hneyksli í kvöld, er íbúi vistarinnar, Einar Bjarni Björnsson, sást borga fyrir Domino's pizzu hér niðri í anddyri heimavistar. Eins og margir vita vinnur Einar sem sendill veitingahússins Greifans og því ekki skrítið að þessi sjón hafi komið næturverði í opna skjöldu. Við biðjumst velvirðingar er meðfylgjandi mynd gæti farið fyrir hjartað á viðkvæmum sálum. Hér sést Einar gera vingott við sendil Domino's.

Komnar myndir

Allt að skee :P Jæja þá geta heimavistarbúar hætt að bíða eftir myndum af þeim skemmtunum sem haldnar hafa verið á vistinni í vetur því þær eru loksins komnar inn í safnið MYNDIR !! Svo minni ég á að ef þú villt koma e-u á framfæri við heimavistarráð endilega sendu póst á heimavistarrad@heimavist.is eða mættu bara á fund hjá okkur sem er haldinn á mánudagskvöldum kl 19:30