Fréttir

Hér eru smá fréttir af því hvað heimavistarráð er að gera og er búið að gera síðastliðna daga. Unnið er að endurbótum á heimasíðu vistarinnar heimavist.is      (eiga þá myndir af skemmtunum hér á vistinni að fara birtast fyrir þá sem eru alltaf að bíða !!) Heimavistarráð keypti nú á dögunum 37" flatskjá með digital móttakara og dvd spilara og voru þeir settir á setkrók á 2. hæð kvennavistar. Einnig er búið að setja stærra borð þar og annan sófa svo nú geta vistarbúar farið og horft á Discovery channel ofl. Heimavistarráð keypti einnig lítið hljóðkerfi til að hafa á þeim skemmtunum sem eru hér á vistinni svo sem, kvöldvökur og jólahlaðborð. Í þessu hljóðkerfi er 1. 6 rása mixer, 2. 400w hátalarar og 1. hljóðnemi. Af því tilefni gæti kannski orðið tónlistarkvöld hérna á vistinni og vistarbúar látið tónlistarhæfileika sína í ljós. Stefnt er að því að búa til smá kósy setkrók niður í lobbý með sófum, teppum ofl. Gera þar litla hlýlega setuaðstöðu þar sem vistarbúar gætu litið í blöð og bæklinga og spjallað um lífið og tilveruna. Kær kveðja Heimavistarráð Minni vistarbúa á að vera ekki feimin við að koma með hugmyndir og senda þær á heimavistarrad@heimavist.is

Fyrsti fundur heimavistarráðs

=))) Fyrsti fundur heimavistarráðs var haldin í gærkveldi og voru þar rædd ýmis málefni, sem og áætlanir fyrir þessa önn og endurbætur á húsgögnum heimavistar. Áætlunin er að fara svona nokkuð rólega af stað meðan prófatíð er í MA en síðan spýta í lófana þegar henni lýkur. Ef einhverjir hugmyndaríkir heimavistarbúar luma á góðum hugmyndum eða eitthvað varðandi það hvað þeir vilja sjá betra hérna á vistinni þá endilega hafa samband við heimavistarráð eða sendið þeim póst á heimavistarrad@heimavist.is  Með kveðju Heimavistarráð

Fjörið byrjað !!

Heimavistarráð bíður alla velkomna á vistina og vonar að allir hafi átt gott jólafrí.  Heimavistarráð bíður spennt eftir að geta farið að gera eitthvað aftur og taka á mikilvægum málum fyrir íbúa vistarinnar. Með nýárskveðju Heimavistarráð

Open Mic night !

          Á miðvikudaginn verður Open-Mic night í setustofunni! Allar græjur verða á staðnum, svo það eina sem þú þarft að hafa með þér er hljóðfæri eða röddina. Að sjálfsögðu meiga allir koma þó þeir ætli sér ekki að spila eða syngja, snakk og drykkir verða á svæðinu. Mætum klukkan 21:00 og höfum þetta svolítið kósí!  

SKÓLAÁRIÐ 2009 TIL 2010

Umsókn um heimavist fyrir skólaárið 2009 - 2010 Hér til hliðar má finna umsókn um heimavist fyrir veturinn 2009-2010. Þegar hún hefur verið fyllt út þarf að koma henni hingað til okkar á heimavistina Það má gera það á þrennan hátt. Með pósti og þá stílað á Lundur heimavist MA/VMA Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri og bt. Sigmundar Með tölvupósti á netfangið sigmundur@heimavist.is og þarf þá að fylla út umsóknareyðublað og senda sem viðhengi. Nú eða bara með því að koma og afhenda starfsmanni umsóknina og líta á húsakynni í leiðinni. Núverandi íbúar eru beðnir um að skila umsóknum í anddyri eða til húsbónda. A.T.H. Allar séróskir t.d. um herbergi, herbergisfélaga, nágranna eða aðrar óskir þurfa að koma fram á umsókn eða berast á netfangið sigmundur@heimavist.is ekki síðar en 1. ágúst. Viljum við sérstaklega benda nýnemum á að senda inn sínar óskir á netfangið hér að ofan þar sem aðeins er boðið upp á að haka við heimavist á rafrænni umsókn um skólavist en ekki tilgreina óskir. Umsóknarfrestur er til 11. júní.   Forsvarsmenn Lundar vinna að því ná fram lækkun á fjármagnskostnaði Lundar svo stilla megi hækkun húsleigunnar í hóf fyrir komandi skólaár eða jafnvel að  komast  hjá hækkun húsaleigunnar. Endanleg verðskrá verður birt eins fljótt og unnt er.