Uppsagnir á húsaleigusamningum fyrir þá íbúa sem hætta námi.

Athygli er vakinn á að uppsögn á húsaleigusamningi við annarskil hjá bæði MA og VMA er 30. nóvember n.k. Skila þarf skriflegri uppsögn fyrir þann tíma til að komast hjá að greiða húsaleigu eftir annarskil. Þeir íbúar sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu þurfa að senda skriflega uppsögn til undirritaðrar um leið og niðurstaða annarprófa liggur fyrir. Athugið að við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður eftir annarskil. Uppsagnir skal senda á netfangið rosa@heimavist.is

Billjardborðin á setustofunni verða nú opin á ákveðnum tíma á virkum dögum

Í samráði við heimavistarráð hefur verið ákveðið að hafa billjardborðin lokuð í hádeginu milli kl. 12-13. Billjardborðin verða opnuð aftur kl. 13 og verða opin til kl. 20 á kvöldin. Þessi breyting er gerð til að koma til móts við þá fjölmörgu íbúa sem vilja meira næði til að sinna lærdómi.

Opið fyrir umsóknir um heimavist vorið 2019

Hægt er að sækja um heimavist vorið 2019. Ekki liggur fyrir hvað hægt verður að taka á móti mörgum nýjum íbúum en haft verður samband við umsækjendur þegar nær dregur. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Vape - umræður á setustofu

Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 16:45 – 17:00 ætlar Hannesína hjúkrunarfræðingur að fjalla um vape notkun á setustofu heimavistar. Hún verður einnig með viðveru á vistinni þennan dag kl. 16:30 – 17:30 sem og aðra fimmdudaga og mánudaga. Endilega látið sjá ykkur sem flest.

Opnað fyrir umsóknir um heimavist vorið 2019

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist vorið 2019. Ekki liggur fyrir hvað hægt verður að taka á móti mörgum nýjum íbúum en haft verður samband við umsækjendur þegar nær dregur. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Heimavistarráð skólaárið 2018-2019

Nýtt heimavistarráð fyrir skólaárið 2018-2019 hefur verið skipað og verður fyrsti fundur ráðsins á næstu dögum en þá verður einnig skipað í embætti. Fulltrúar í heimavistarráði þetta skólaár eru: Daði Þór Jóhannesson Freydís Þóra Bergsdóttir Guðrún Katrín Ólafsdóttir Gunnlaugur Gylfi Bergþórsson Margrét Fríða Hjálmarsdóttir Símon Birgir Stefánsson Stefán Bogi Aðalsteinsson Starfsfólk Heimavistar óskar nýjum fulltrúum í heimavistráði til hamingju og góðs gengis og samstarfs í vetur.

Íbúi Norðurlandameistari unglinga í kraflyftingum

Gabríel Arnarson íbúi á heimavist vann til tvennra gullverðlauna um helgina á Norðurlandamóti unglinga í kraftlyfingum sem haldið var á Akureyri s.l. helgi. Gabríel vann bæði í sínum þyngdarflokki og eins í bekkpressu. Starfsfólkið óskar Garbríel til hamingju með þennan frábæra árangur.

Framboð til heimavistarráðs skólaárið 2018-2019

Íbúar geta nú boðið sig fram til setu í heimavistarráð en heimavistarráð er hagsmunaráð íbúa og stendur fyrir ýmsum viðburðum og uppákomum fyrir íbúa yfir skólaárið. Hægt er að bjóða sig fram eða hvetja aðra til þess að bjóða sig fram en frestur rennur út n.k. mánudagskvöld 24. september. Ekki missa af þessu tækifæri!

Rýmiæfing/brunaæfing

Rýmiæfing/brunaæfing! Á næstu dögum verður rýmiæfing á heimavistinni í samtarfi við starfsmenn frá Eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Akureyrar. Við höldum rýmiæfingu reglulega til að vera eins vel undirbúin og hægt er ef til þess kemur að rýma þurfi húsnæðið vegna raunverulegs bruna. Hvetjum alla íbúa að taka þátt þegar kerfið fer í gang!

Hjúkrunafræðingur á vakt tvisvar í viku fyrir íbúa

Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður á vaktinni fyrir íbúa heimavistar tvisvar í viku. Á mánudögum frá kl. 16:30-17:30 og á fimmtudögum frá kl. 16.30-17.30. Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma.