Bíókvöld í boði Heimavistarráð

Heimavistarráð stendur fyrir bíókvöldi fimmtudagskvöldið 26. apríl kl. 20. Mynd og pizzur í boði fyrir alla íbúa.

Opið fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist fyrir skólaárið 2018 - 2019. Umsóknarfrestur er til 8. júní n.k. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Laus störf við alþrif í vor

Við leitum að starfsfólki til að hjálpa okkur við að alþrífa herbergi í vor. Við byrjum 22. maí og verðum út fyrstu vikuna í júní. Ef þú hefur áhuga á að starfa með okkur allan tímann eða hluta og/eða veist af einhverjum þá endilega að hafa samband við okkur. Nánari upplýsingar veitir Rósa María - rosa@heimavist.is

Grunnskólanemendur í heimsókn á heimavistinni

Hressir grunnskólanemendur í heimsókn. Á hverju skólaári fáum við hressa og skemmtilega nemendur úr 8., 9. og 10. bekk en þessi heimsókn er hluti af heimsókn þeirra í framhaldsskólana; Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Í morgun fengum við nemendur frá Gunnskólanum austan Vatna og Varmahlíðaskóla í heimsókn. Nemendurnir fengu kynningu á heimavistinni sem íbúar tóku þátt í og boðið var upp á hressingu í setustofunni eins og venja er. Kærar þakkir fyrir komuna. Hægt að sjá myndir á facebook síðunni okkar - Heimavist MA og VMA

Gleðilega páska

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð eftir páskafrí þriðjudaginn 3. apríl kl. 12.

Opnað fyrir umsóknir um heimavist skólaárið 2018-2019

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist fyrir skólaárið 2018 - 2019. Umsóknarfrestur er til 8. júní n.k. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Lokað á heimavistinni um páskana

Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 23. mars. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 24. mars. Báðir skólarnir hefja kennslu eftir páska miðvikudaginn 4. apríl. Heimavistin verður því opnuð eftir páskafrí þriðjudaginn 3. apríl kl. 12.

Páskabingó Heimavistarráðs framundan

Páskabingó Heimavistarráðs verður haldið þriðjudagskvöldið 20. mars n.k. kl. 20 á setustofunni. Fullt af veglegum vinningum í boði og allir íbúar hvattir til að taka þátt.

Grunnskólanemendur í heimsókn á heimavistinni

Á hverju hausti fáum við hressa og skemmtilega nemendur úr 9. og 10. bekk en þessi heimsókn er hluti af heimsókn þeirra í framhaldsskólana; Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann Akureyri. Að þessu sinni komu nemendur frá Gunnskólanum á Raufarhöfn og Öxarfirði, Höfðaskóla, Þingeyjarskóla, Húnavallaskóla og Grunnskólanum á Blönduósi. Nemendurnir fengu kynningu á heimavistinni sem íbúar tóku þátt í og boðið var upp á hressingu í setustofunni eins og venja er. Kærar þakkir fyrir komuna. Fleiri myndir eru á facebook síðunni okkar - Heimavist MA og VMA

Ástráður félag læknanema með fræðslu fimmtudagskvöldið 1. mars kl. 20

Fimmtudagskvöldið 1. mars nk. kl. 20.00 ætla nokkrir 2. árs læknanemar að vera með fræðslu á setustofunni fyrir íbúa heimavistarinnar. Læknanemarnir eru á vegum „Ástráðs“ félags læknanema um forvarnarstarf. Rætt verður t.d. um kynheilbrigði, ótímabærar þunganir og kynsjúkdóma. Hvetjum íbúa að nýta tækifærið til að hitta læknanemana til að fræðast og forvitnast.