Opnun á nýju ári!

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs þá minnum við á að heimavistin opnar fimmtudaginn 7. janúar kl. 12. Hlökkum til að sjá ykkur 🙂

Tilkynning á veikindum.

Minnum íbúa og forráðamenn á að láta vita ef íbúi er lasinn. Ætlast er til að íbúar fari í Covid sýnatöku í gegnum heilsugæsluna ef þeir verða varir við einkenni. Mikilvægt er að tilkynna starfsmanni heimavistar um niðurstöður.

HEIMFERÐASKRÁNING

Þegar íbúar fara úr húsi hvort sem farið er heim um helgar eða gist út í bæ þá er mikilvægt að íbúar skrái það í gegnum heimasíðuna okkar heimavist.is

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir veturinn

Nýtt kynningarmyndband um Menntaskólann á Akureyri.

Í myndbandinu eru það nemendur sem kynna skólann fyrir okkur. Hvetjum ykkur til að kíkja á það

Gangafundir fyrir íbúa verða mánudaginn 15. mars 2021.

NýjaVist: Fundarstaður er á viðkomandi gangi Íbúar á 1. hæð kl. 18:00 Íbúar á 2. hæð kl. 18:10 Íbúar á 3. hæð kl. 18:20 Íbúar 4. hæð kl. 18:30 Íbúar 5. og 6. hæð kl. 18:40 Gamla vist: Eldri íbúar mæta á setustofuna kl. 18:50 Íbúar á fyrsta árinu sínu á heimavist, kl. 19:00 Minnum íbúa á grímuskyldu og sóttvarnir. Skyldumæting og nafnakall. Hlökkum til að funda með ykkur Starfsmenn Heimavistar MA og VMA