Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Opið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár

Opið fyrir umsóknir um heimavist fyrir skólaárið 2019 - 2020. Umsóknarfrestur er til 7. júní n.k. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Próftími á heimavist

Nú er próftími á heimavistinni en þá gilda gilda ákveðnar reglur sem við biðjum alla að virða: • Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. • Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. • Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. • Morgunmatur er virka daga frá kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. • Tónlist og sjónvarp á herbergjum og á setustofu má alls ekki valda ónæði. • Seta í anddyri og á göngum á að vera takmörkuð. • Bendum íbúum á að hafa samband við starfsmann á vakt í síma 1602 (úr borðsíma) ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófunum og sýnum öll tillitssemi!

Skilagjald fyrir þvottahólfslykla

Nú þegar íbúar eru farnir að huga að brottför þá minnum við á að skila inn þvottahólfslyklum í þvottahúsið. Íbúar fylla út skilamiða og fá endurgreiddar 3000 kr.

Opið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár

Við höfum opnað fyrir umsóknir um heimavist fyrir skólaárið 2019 - 2020. Umsóknarfrestur er til 7. júní n.k. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Viltu slást í hópinn og aðstoða okkur í vor!

Við erum að leita að starfsfólki til að aðstoða okkur tímabundið við þrif og frágang á húsnæði Heimavistar MA og VMA. Tímabilið er frá miðjum maí til 8. júní og er unnið frá kl. 08:00 -16:00. Allar nánari upplýsingar veitir Rósa María í síma 455 1607. Skriflegar umsóknir berist á netfangið: rosa@heimavist.is

Gleðilegt sumar

Við óskum íbúum gleðilegs sumars og þökkum fyrir ánægjuleg samskipti í vetur. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Viltu slást í hópinn og aðstoða okkur í vor!

Við erum að leita að starfsfólki til að aðstoða okkur tímabundið við þrif og frágang á húsnæði Heimavistar MA og VMA. Tímabilið er frá miðjum maí til 8. júní og er unnið frá kl. 08:00 -16:00 Allar nánari upplýsingar veitir Rósa María í síma 455 1607 Skriflegar umsóknir berist á netfangið: rosa@heimavist.is      

Gleðilega páska

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð eftir páskafrí mánudaginn 22. apríl kl. 12.

Opið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist fyrir skólaárið 2019 - 2020. Umsóknarfrestur er til 7. júní n.k. Sótt er um hér á heimasíðunni.