Laufabrauðsgerð Heimavistarráðs

Heimavistarráð stendur fyrir laufabrauðsgerð fimmtudagskvöldið 28. nóvember kl. 20 í matsalnum. Hvetjum alla íbúa til að mæta og hjálpast að við að skera út kökur sem verða síðan í boði á jólahlaðborðinu í byrjun desember. Boðið verður upp á kakó og piparkökur.

Uppsagnir á húsaleigusamningum fyrir þá íbúa sem hætta námi

Kæru íbúar, Athygli er vakin á að uppsögn á húsaleigusamningi við annarskil hjá bæði MA og VMA er 30. nóvember n.k. Skila þarf skriflegri uppsögn fyrir þann tíma til að komast hjá að greiða húsaleigu eftir annarskil. Þeir íbúar sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu þurfa að senda skriflega uppsögn til undirritaðrar um leið og niðurstaða annarprófa liggur fyrir. Athugið að við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður eftir annarskil. Uppsagnir skal senda á netfangið rosa@heimavist.is

Opið fyrir umsóknir um heimavist vorið 2020

Nú er hægt að sækja um heimavist fyrir vormisseri 2020. Sótt er um á heimasíðunni og í kjölfarið verður haft samband við umsækjendur. Bendum á að þeir sem eru þegar íbúar hjá okkur þurfa ekki að sækja um.

Heimavistarráð 2019-2020

Nýtt heimavistarráð fyrir skólaárið 2019-2020 hefur verið skipað og er byrjað að funda. Fulltrúar í heimavistarráði þetta skólaár eru: Tinna Valgeirsdóttir formaður heimavistarráðs Aníta Ýr Atladóttir varaformaður Jónas Þórir Þrastarson Júlía Agar Huldudóttir Júlía Birna Ingvarsdóttir Oddný Halla Haraldsdóttir Starfsfólk Heimavistar óskar nýjum fulltrúum í heimavistráði til hamingju og góðs gengis og samstarfs í vetur.

Tónlistaraðstaða fyrir íbúa

Öllum íbúum heimavistar stendur til boða aðstaða til að æfa á hljóðfæri í húsnæði Menntaskólans á Akureyri. Í stofu G22 er píanó og á miðsal skólans er flygill. Stofur G1 og G21 eru ætlaðar fyrir önnur hljóðfæri. Hægt er að ská sig á blað sem hangir upp á vegg á s.k. langagangi í eldra húsnæðinu.

Matseðill á facebook á mánudögum

Á facebook síðu heimavistarinnar - Heimavist MA og VMA er hægt að nálgast matseðil mötuneytisins. Nýr matseðill er birtur á mánudagsmorgnum.

Vaktsíminn

Minnum á vaktsímann okkar 899 1602 eða 455 1602. Svörum allan sólarhringinn.

Rýmiæfing - Brunaæfing

Rýmiæfing/brunaæfing! Á næstu dögum verður rýmiæfing á heimavistinni í samtarfi við starfsmenn frá Eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Akureyrar. Við höldum rýmiæfingu reglulega til að vera eins vel undirbúin og hægt er ef til þess kemur að rýma þurfi húsnæðið vegna raunverulegs bruna. Hvetjum alla íbúa að taka þátt þegar kerfið fer í gang!

Framboð til Heimavistarráðs 2019-2020

Íbúar geta nú boðið sig fram til setu í heimavistarráð en heimavistarráð er hagsmunaráð íbúa og stendur fyrir ýmsum viðburðum og uppákomum fyrir íbúa yfir skólaárið. Ekki missa af þessu tækifæri :)

Lokum fyrir almennan aðgang að netinu í dag!

Minnum íbúa á að ná í notendanafn og aðgangsorð að netinu hjá starfsmanni á vakt. Lokum fyrir almenna aðganginn í dag!