13.02.2019
Það verður líf og fjör á heimavistinni í dag þegar við fáum á þriðja hundrað grunnskólanemendur í heimsókn en heimsóknin er hluti af kynningum framhaldsskólana MA og VMA. Nemendur koma úr grunnskólum nágrannasveitafélaga: Hrafnagilsskóla, Dalvíkurskóla, Þelamekurskóla, Grenivíkurskóla, grunnskólanum á Þórshöfn, Valsársskóla, Reykjahlíð, Blönduskóla, Stórutjörnum, Höfðaskóla og Þingeyjarskóla.
05.02.2019
Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýnir söngleikinn Bugsy Malón í Hofi föstudagskvöldið 8. febrúar n.k.. Eins og gefur að skilja taka fjölmargir þátt í uppfærslunni og eru íbúar okkar þar á meðal. Gert er ráð fyrir nokkrum sýningarkvöldum og eins og leikstjórinn Gunnar Björn G. benti á í viðtali þá er um viðamikla sýningu að ræða sem er myndræn, fjörug og skemmtileg. Hvetjum því alla til að fjölmenna.
29.01.2019
Heimavistarráð stendur fyrir bíókvöldi fimmtudagskvöldið 31. janúar n.k. kl. 20. Mynd og snakk í boði fyrir alla íbúa.
21.01.2019
Þriðjudaginn 22. janúar verða s.k. gangafundir á heimavistinni. Fundirnir eru upplýsingafundir fyrir íbúa þar sem farið er yfir ýmsar reglur og annað sem er gagnlegt fyrir íbúana að vita af.
Við fengum inn nýja íbúa á stóra heimilið nú í byrjun árs og einhverjar breytingar hafa átt sér stað á búsetu þeirra íbúa sem komu inn í haust. Fundirnir eru því tækifæri til að sjá hverjir eru nágrannar og eins hverjir búa í næsta nágrenni, en fundunum er skipt niður eftir göngunum/hæðunum á nýju vist og síðan göngunum á gömlu vist.
Tímasetningar á fundunum verða hengdar upp á nýju og gömlu vist og við minnum á að það er skyldumæting á fundinn.
Hlökkum til að hitta alla nýja og eldri íbúa og eiga góða stund saman :)
08.01.2019
Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður með viðtalstíma á vorönn á mánudögum frá kl. 16 - 17 og á fimmtudögum frá kl. 16:30 - 17:30. Hjúkrunarfræðingur er með aðstöðu í herbergi á skrifstofugangi.
07.01.2019
Hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa sem eru að flyta á heimavistina nú á vorönn.
Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér:
Sæng og kodda.
Sængurver, koddaver og lök.
Handklæði og rúmteppi ef vill.
Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott.
Herðatré.
Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum.
Hlífðarlök eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri.
Íbúar fá tuskur, svampa og þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við. Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig.
Íbúar geta endurraðað húsgögnum á herbergjum en verða að skilja við þau eins og þau komu að þeim í upphafi. Íbúar geta aðeins hengt upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist.
Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér.
Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa o.s.frv.
04.01.2019
Heimavistin verður opnuð aftur á nýju ári sunnudaginn 6. janúar kl. 12:00.
21.12.2018
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.
20.12.2018
Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí sunnudaginn 6. janúar kl. 12.
06.12.2018
Íbúar MA og VMA eru í prófum nú í desember og þá gilda gilda ákveðnar reglur á heimavist frá 7. desember sem við biðjum alla að virða:
• Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
• Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi
starfsmanns.
• Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
• Morgunmatur er virka daga frá kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl.
10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um
helgar.
• Tónlist og sjónvarp á herbergjum og á setustofu má
alls ekki valda ónæði.
• Seta í anddyri og á göngum á að vera takmörkuð.
• Bendum íbúum á að hafa samband við starfsmann á vakt í
síma 1602 (úr borðsíma) ef þið verðið fyrir ónæði.
Gangi ykkur vel i prófunum og sýnum öll tillitssemi!