FIFA fótboltamót á setustofunni

Heimavistarráð stendur fyrir FIFA fóboltamóti fimmtudagskvöldið 5. mars. Mótið verður á setustofunni og hefst kl. 20.00. Glæsilegir vinningar verða í boði.

Gangafundir 10. og 11. febrúar

Gangafundir fyrir íbúa nýju vistar verða haldnir sem hér segir: Þriðjudaginn 10. febrúar nk. Íbúar á 1. hæð kl. 18:00 Íbúar á 2. hæð kl. 18:30 Íbúar á 3. hæð kl. 19:00 Íbúar á 4. hæð kl. 19:30 Fundarstaður er á viðkomandi gangi. Miðvikudaginn 11. febrúar nk. Íbúar á 5. og 6. hæð kl. 18:00 (íbúar 6. hæðar komi á 5. hæð) Gangafundir fyrir íbúa gömlu vistar verða á Setustofunni sem hér segir: Miðvikudagur 11. febrúar kl 18:30 íbúar á Baldursheimi, Sökkvabekk og Fensölum. Miðvikudagur 11. febrúar kl. 19:00 íbúar á Miðgarði, Jötunheimum, Álfheimum og Loftsölum, Ásgarði og Útgarði. Þeir íbúar sem ekki geta komið á uppgefnum tíma eru vinsamlegast beðnir að velja sér annan tíma og láta vita í nafnakalli. Mætið stundvíslega þannig að fundirnir gangi fljótt og vel fyrir sig. Skyldumæting og nafnakall. Kveðjur Starfsfólk heimavistar

Vorönn hafin hjá íbúum beggja skóla

Nú er prófum í MA lokið og MA íbúar að hefja nám á vorönn. VMA íbúar hófu sína vorönn í byrjun ársins. Við taka hefðbundnir dagar á heimavistinni þar sem almennar reglur um aga og umgengni gilda. Framundan eru gangafundir sem verða auglýstir sérstaklega.

Próf í MA - umgengni á próftíma

Nú eru íbúar MA í prófum og þá gilda ákveðnar umgengnisreglur: Reglur á próftíma: Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði. Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð. Reglulegum próftíma lýkur 23. janúar. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófunum Sýnum öll tillitssemi Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Vaktsími á heimavist

Minnum íbúa, foreldra og forráðamenn á að hægt er að ná í starfsmann á vakt allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602 eða 455 1602.