Nýtt heimavistarráð skólaárið 2015-2016

Nýtt heimavistarráð fyrir skólaárið 2015-2016 hefur tekið til starfa. Hér má sjá fulltrúa þeirra og röðun í embætti: Formaður - Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir nemandi við MA. Varaformaður - Guðbrandur Máni Filippusson nemandi við VMA. Ritari - Ásdís Birta Árnadóttir nemandi við MA. Birta Dögg Bessadóttir nemandi við MA. Margrét Eva Arthúrsdóttir nemandi við VMA. Nökkvi Freyr Bergsson nemandi við MA. Sigmar Ingi Njálsson nemandi við VMA. Starfsfólk Heimavistar óskar þeim til hamingju með nýju embættin og góðs gengis og samstarfs í vetur.

Störf í boði á Heimavist

Óskum eftir íbúum til starfa við þrif o.fl. nokkra tíma á viku á heimavistinni. Nánari upplýsingar fást hjá Rósu Maríu og Þórhildi. Umsóknir með upplýsingum um fullt nafn, kennitölu og símanúmeri sendast á netfangið rosa@heimavist.is fyrir 20. september nk.

Gangafundir 16. og 17. september 2015

Miðvikudaginn 16. september næstkomandi: Íbúar á 5. og 6. hæð kl. 18:00 (íbúar 6. hæðar komi á 5. hæð). Gangafundir fyrir íbúa gömlu vistar verða á Setustofunni sem hér segir: Miðvikudagur 16. september kl 18:30 íbúar á Baldursheimi, Sökkvabekk og Fensölum. Miðvikudagur 16. september kl. 19:00 íbúar á Miðgarði, Jötunheimum, Álfheimum og Loftsölum, Ásgarði og Útgarði. Gangafundir fyrir íbúa nýju vistar verða haldnir sem hér segir: Fimmtudaginn 17. september næstkomandi: Íbúar á 1. hæð kl. 18:00 Íbúar á 2. hæð kl. 18:30 Íbúar á 3. hæð kl. 19:00 Íbúar á 4. hæð kl. 19:30 Fundarstaður er á viðkomandi gangi. Bestu Kveðjur Starfsfólk heimavistar

Heimavistin verður opnuð fyrir innritun MA íbúa þriðjudaginn 8. september

Nú styttist í að Menntaskólinn á Akureyri hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans. Heimavistin verður opnuð fyrir innritun þriðjudaginn 8. september frá klukkan 13:00 til 20 og miðvikudaginn 9. september frá klukkan 08:30 til 18. Skólasetning Menntakólans á Akureyri verður miðvikudaginn 9. september. Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.

Viðtalstími hjúkrunarfræðings heimavistar í vetur

María Albína Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur heimavistar verður með viðtalstíma á mánudögum frá kl. 15.30 - 16.30 og á fimmtudögum frá kl. 12-13. Hjúkrunarfræðingur er með viðtalstímana í herbergi á skrifstofugangi. Sími hjúkrunarfræðings er 455 1611.

Vaktsími á heimavist

Minnum íbúa, foreldra og forráðamenn á að hægt er að ná í starfsmann á vakt allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602 eða 455 1602.

Heimavistin verður opnuð fyrir innritun VMA íbúa þriðjudaginn 18. ágúst

Nú styttist í að Verkmenntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans. Heimavistin verður opnuð fyrir innritun þriðjudaginn 18. ágúst frá klukkan 13:00 til 20 og miðvikudaginn 19. ágúst frá klukkan 08:30 til 18. Stundatöflur nemenda verða afhentar miðvikudaginn 19. ágúst. Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.

Laus pláss á vistinni næsta skólaár

Skrifstofa heimavistar var opnuð í morgun og var þegar byrjað að taka inn íbúa af biðlista. Ekki er enn búið að ráðstafa öllum herbergjum á heimavistinni næsta skólaár og því hvetjum við áhugasama að hafa samband við okkur á skrifstofunni eða að senda okkur tölvupóst á heimavist@heimavist.is

Greiðsluseðill fyrir staðfestingar- og tryggingargjald skólaárið 2015-2016

Greiðsluseðill fyrir staðfestingar- og tryggingargjald skólaárið 2015-2016 ætti að berast frá Arion banka næstu daga. Upphæð greiðslu er 34.000 kr. (7.000 kr í staðfestingargjald og 27.000 í tryggingargjald). Fyrir mistök var textinn á greiðsluseðlinum rangur þ.e. "Húsaleiga". Beðist er afsökunar á þessu en þetta ætti ekki að koma að sök þar sem íbúar eiga þegar að vera búnir að fá heimsenda reikninga, þar sem upphæðin er sú sama og textinn réttur.

Skrifstofur heimavistar lokaðar í júlí

Skrifstofur heimavistar verða lokaðar í júlí vegna sumarleyfa starfsmanna.