Heimavistin lokuð frá 16. mars

Vegna samkomubanns verður heimavistin lokuð frá og með 16. mars. Fyrirspurnum er svarað í tölvupósti og síma.

Heimavistin lokuð frá og með miðnætti aðfaranótt 16. mars

Í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem upp eru komin í samfélaginu vegna COVID-19 veirunnar og þar með takmörkun á samkomum og lokun framhaldsskólana í fjórar vikur er ljóst að heimavistinni verður líka lokað. Heimavistin verður lokuð frá og með miðnætti aðfaranótt 16. mars n.k. Gert er ráð fyrir að allir íbúar fari til síns heima nú um helgina. Auglýst verður um leið og það liggur fyrir hvenær við náum að opna aftur.

Heimavistin lokuð um páskana.

Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 3. apríl. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 4. apríl. Kennsla hefst í VMA þriðjudaginn 14. apríl og MA miðvikudaginn 15. apríl. Heimavistin verður opnuð eftir páskafrí mánudaginn 13. apríl kl. 12.

Opið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár

Við höfum opnað fyrir umsóknir um heimavist fyrir skólaárið 2020 - 2021. Umsóknarfrestur er til 10. júní n.k. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Ný skíða- og brettageymsla

Ný skíða- og brettageymsla hefur verið tekin í gagnið. Íbúar geta nú geymt skíðabúnaðinn í læstri aðstöðu sem er að auki með myndavél.

Minnum á mikilvægi handþvottar, handspritts og brosinu :)

Minnum íbúa á mikilvægi handþvottar og handspritts. Handspritt er eins og áður í anddyri á stóra heimilinu og í mötuneyti en "stöðvum" hefur verið fjölgað í kjölfar COVID-19 veirunnar. Munum að í dag heilsum við frekar með brosi en snertingu :)

Grunnskólanemendur í heimsókn

Það verður líf og fjör á heimavistinni í dag þegar við fáum um tvö hundruð grunnskólanemendur í heimsókn en heimsóknin er hluti af kynningum framhaldsskólana MA og VMA. Nemendur koma úr grunnskólum nágrannasveitafélaga: Hrafnagilsskóla, Dalvíkurskóla, Þelamekurskóla, Grenivíkurskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn, Valsársskóla, Reykjahlíð, Þingeyjarskóla, Öxarfjarðarskóla, Húnavallaskóla og Grunnskólanum í Hrísey. Hægt er að sjá myndir á facebook síðu heimavistarinnar

Námsbraut í sviðslistum í MA í undirbúningi

Eins og fram kemur í Vikudegi þá er ný kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir í undirbúningi hjá MA. Um samstarfsverkefni er að ræða milli MA og Leikfélags Akureyrar. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Vikudags.

Frumsýning hjá leikfélagi VMA sunnudaginn 16. febrúar

Leikfélag VMA frumsýnir leikritið Tröll í Hofi n.k. sunnudag 16. febrúar kl. 14. Sýningar verða alls fjórar, tvær sunnudaginn 16. febrúar og tvær sunnudaginn 23. febrúar. Miðasala er á tix.is. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu VMA, www.vma.is

Ertu kynvera? Fyrirlestur ætlaður framhaldsskólanemum

Ertu kynvera? Sigga Dögg kynfræðingur heldur fyrirlestur í VMA miðvikudagskvöldið 29. janúar kl. 20. Fyrirlesturinn er ætlaður framhaldsskólanemum. Nánari umfjöllun er á heimasíðu VMA - www.vma.is