17.06.2017
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Menntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.
11.06.2017
Umsóknarfrestur um heimavist skólaárið 2017-2018 rann út 9. júní s.l. Enn er hægt að sækja um pláss á vistinni en viðkomandi fer sjálfkrafa á biðlista. Gert er ráð fyrir að umsækjendur fái svör við umsóknum í kringum 23. júní.
10.06.2017
Umsóknarfrestur um heimavist næsta skólaár var til 9. júní s.l. Unnið verður úr umsóknum næstu viku en hægt er að sjá þær vinnureglur sem hafðar eru til hliðsjónar við úthlutun á leigurými á heimavistinni hér á heimasíðunni.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að senda umsækjendum bréf um 20. júní. Rétt er að vekja athygli á að staðfestingar- og tryggingargjald er alls kr. 45.000 sem greiða þarf í júlí. Verði seðilinn ekki greiddur á eindaga í júlí er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni og nemendur á biðlista verða teknir inn. Tekið verður inn af biðlista í byrjun ágúst.
07.06.2017
Opið fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur um Heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2017 - 2018 er til 9. júní. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni.
29.05.2017
Nú er próftími á heimavist en íbúar MA eru byrjuð í prófum.
Á próftíma gilda ákveðnar reglur:
Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar.
Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði.
Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð.
Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði.
Gangi ykkur vel i prófunum og sýnum öll tillitssemi.
27.05.2017
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.
23.05.2017
Höfum opnað fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur um Heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2017 - 2018 er til 9. júní. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni.
08.05.2017
Nú er próftími á heimavist en íbúar VMA eru byrjuð í prófum.
Á próftíma gilda ákveðnar reglur:
Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar.
Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði.
Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð.
Reglulegum próftíma lýkur 13. desember.
Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði.
Gangi ykkur vel i prófunum og sýnum öll tillitssemi.
27.04.2017
Kæru íbúar!
Áður en þið skilið af ykkur herbergi og lyklum í vor þarf að þrífa herbergið mjög vel. Leiðbeiningar tékklista og ræstiefni fáið þið hjá starfsmanni í anddyri.
Skila þarf tékklistanum og lykli til starfsmanns við brottför. Þrífa þarf herbergið samviskusamlega og skila því eins og það var við komuna á heimavistina.
Góða ferð út í sumarið!
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
27.04.2017
Heimavistin leitar að starfsfólki tímabundið í störf við alþrif í vor frá 22. maí - 12. júní, hvort heldur er allan tímann eða hluta tímans. Nánari upplýsingar veitir Rósa María Björnsdóttir þjónustustjóri; rosa@heimavist.is eða í síma 899 1607.