Innritun VMA íbúa

Heimavistin verður opnuð fyrir innritun miðvikudaginn 17. ágúst frá klukkan 13:00 til 20 og fimmtudaginn 18. ágúst frá klukkan 08:30 til 18. Íbúar eiga þegar að hafa fengið leigusamninga og önnur gögn send heim.

Hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa sem eru að flytja á heimavistina

Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér: Sæng og kodda. Sængurver, koddaver og lök. Handklæði og rúmteppi ef vill. Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott. Herðatré. Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum. Hlífðarlök eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri. Íbúar fá tuskur, svampa og þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við. Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig. Íbúar geta endurraðað húsgögnum á herbergjum en verða að skilja við þau eins og þau komu að þeim í upphafi. Mikilvægt er að passa upp á að skemma ekki gólfefni og húsgögn við flutningana. Íbúar geta aðeins hengt upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist. Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér. Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa o.s.frv.

Heimavistin verður opnuð fyrir innritun VMA íbúa miðvikudaginn 17. ágúst

Nú styttist í að Verkmenntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans. Heimavistin verður opnuð fyrir innritun miðvikudaginn 17. ágúst frá klukkan 13:00 til 20 og fimmtudaginn 18. ágúst frá klukkan 08:30 til 18. Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.

Skrifstofur heimavistar lokaðar í júlí

Skrifstofur heimavistar verða lokaðar í júlí vegna sumarleyfa starfsmanna.

Svör við helstu spurningum fyrir umsækjendur heimavistar skólaárið 2016-2017

Hér koma svör við helstu spurningum fyrir umsækjendur heimavistar skólaárið 2016-2017: Svör við umsóknum fóru í póst 24. júní. Mikill fjöldi umsókna barst og ljóst að einhverjir lenda á biðlista. Greiðsluseðlar/kröfur vegna staðfestingar- og tryggingargjalds verða stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa eða forráðamanna (ólögráða íbúa) í innheimtukerfi Arion banka. Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er 14. júlí. Ef krafa er ekki greidd á eindaga er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni og nemendur teknir inn af biðlista. Tekið verður inn af biðlista í byrjun ágúst. Raðað verður niður á herbergi fyrstu dagana í ágúst. Breytingar á umsókn s.s. varðandi tegund af herbergi eða herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst á netfangið rosa@heimavist.is Leigusamningar og önnur gögn verða sendir í pósti viku fyrir upphaf skóla. Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komuna á heimavistina. Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.

Unnið úr umsóknum á heimavist fyrir komandi skólaár

Umsóknarfrestur um heimavist næsta skólaár var til 10. júní s.l. og hafa sjaldan fleiri umsóknir borist. Nú er verið að vinna úr umsóknum en hægt er að sjá þær vinnureglur sem hafðar eru til hliðsjónar við úthlutun á leigurými á heimavistinni hér á heimasíðunni. Gert er ráð fyrir að hægt verði að senda umsækjendum bréf í lok vikunnar. Rétt er að vekja athygli á að staðfestingar- og tryggingargjald er alls kr. 45.000 sem greiða þarf í júlí. Verði seðilinn ekki greiddur á eindaga í júlí er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni og nemendur á biðlista verða teknir inn. Tekið verður inn af biðlista í byrjun ágúst.

Brautskráning í Menntaskólanum á Akureyri í dag

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Menntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Enn hægt að sækja um heimavist - biðlisti

Umsóknarfrestur um heimavist skólaárið 2016-2017 rann út 10. júní. Enn er hægt að sækja um pláss á vistinni en viðkomandi fer sjálfkrafa á biðlista. Gert er ráð fyrir að umsækjendur fái svör við umsóknum í kringum 24. júní.

Síðasti dagur til að sækja um fyrir næsta skólaár

Síðasti dagur til að sækja um Heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2016 - 2017 er til í dag 10. júní. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni.

Umsóknarfrestur um Heimavist MA og VMA er til 10. júní

Umsóknarfrestur um Heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2016 - 2017 er til 10. júní. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni.