Opið fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár.

Höfum opnað fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur um Heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2017 - 2018 er til 9. júní. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni.

Gleðilegt sumar

Við óskum íbúum gleðilegs sumars og þökkum ánægjuleg samskipti í vetur. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Gleðilega páska

Kæru íbúar. Heimavistinni verður lokað kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 8. apríl og opnuð eftir páskafrí mánudaginn 17. apríl kl. 12:00 Áður en þið yfirgefið herbergin, vinsamlegast gangið úr skugga um að allt sé eins og það á að vera, s.s. lokaðir gluggar, engin rafmagnstæki í sambandi, ísskápur tæmdur og allt rusl út í gáma. Starfsfólk heimavistar MA og VMA

Páskabingó Heimavistarráðs

Páskabingó Heimavistarráðs verður haldið miðvikudagskvöldið 5. apríl kl. 20 á setustofunni. Fullt af veglegum vinningum í boði og frítt fyrir alla íbúa!

Höfum opnað fyrir umsóknir á heimavist fyrir skólaárið 2017-2018

Höfum opnað fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur um Heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2017 - 2018 er til 9. júní. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni.

Heimavist MA og VMA tekur þátt í framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll

Heimavistin ætlar að taka þátt í Framhaldsskólakynningu dagana 16. – 18. mars n.k. í Laugardalshöll. Í höllinni gefst einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla landsins en starfsfólk og nemendur 26 skóla munu miðla upplýsingum og fróðleik um námið, félagslífið og framtíðarmöguleikana. Á sama tíma fer fram í Höllinni Íslandsmót iðn- og verkgreina. Um 150 keppendur munu taka þátt í Íslandsmótinu og keppt verði í 21 iðngrein. Nokkrar greinar til viðbótar verða með kynningu á störfum en alls taka 27 iðn- og verkgreinar þátt í ár. Fagreinarnar bjóða einnig upp á „Prófaðu“ svæði þar sem gestir fá að fikta, smakka og upplifa. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir! Hlökkkum til að sjá ykkur!

Ársfundur Lundar

Ársfundur Lundar 2016 verður miðvikudaginn 22. mars n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar. Dagskrá ársfundar: 1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2015/2016 til kynningar. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2015/2016. 3. Önnur mál. Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar

Heimavistin tekur þátt í framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll

Heimavist MA og VMA ætlar að taka þátt í Framhaldsskólakynningu dagana 16. – 18. mars 2017 í Laugardalshöllinni. Þarna gefst einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla landsins en starfsfólk og nemendur 26 skóla munu miðla upplýsingum og fróðleik um námið, félagslífið og framtíðarmöguleikana. Á sama tíma fer fram í Höllinni Íslandsmót iðn- og verkgreina. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir!

Lokað á heimavistinni um páskana

Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 7. apríl. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 8. apríl. VMA byrjar kennslu eftir páska þriðjudaginn 18. apríl en MA mánudaginn 24. apríl. Heimavistin verður því opnuð eftir páskafrí mánudaginn 17. apríl kl. 12

Nemendur úr Grunnskóla Húnaþings vestra í heimsókn

Nemendur í 8. og 9. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra komu í heimsókn og fengu kynningu á heimavistinni í morgun. Á hverju skólaári fáum við hressa og skemmtilega nemendur úr efri bekkjum grunnskóla í heimsókn en heimsóknin er hluti af heimsókn þeirra í framhaldsskólana; Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann Akureyri. Kærar þakkir fyrir komuna.