04.02.2014
Heimavistarráð efnir til poolmóts miðvikudaginn 12. febrúar nk. kl. 19:30. Skráningarblað hangir á auglýsingatöflu í anddyri og lýkur skráningu 11. febrúar. Vegleg verðlaun.
29.01.2014
Nú er prófum í MA lokið og MA íbúar að hefja nám á vorönn. VMA íbúar hófu sína vorönn í byrjun ársins. Við taka hefðbundnir dagar á heimavistinni þar sem almennar reglur um aga og umgengni gilda.
09.01.2014
Kæru íbúar.
Nú er próftími á heimavistinni og þá gilda ákveðnar reglur hjá okkur:
• Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
• Ekki er heimilt að hafa næturgesti meðan á próftíma stendur.
• Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00.
• Á próftíma er drykkur alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar.
• Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði.
• Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð.
• Reglum lýkur að loknum síðasta reglulega prófdegi.
• Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði .
Sýnum öll tillitsemi
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
22.12.2013
Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí sunnudaginn 5. janúar kl. 12.
20.12.2013
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum VMA innilega til hamingju með daginn.
11.12.2013
Kæru íbúar.
Heimavistinni verður lokað kl. 12:00 á hádegi, laugardaginn 21. desember.
Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí sunnudaginn 5. janúar kl. 12:00.
Áður en þið yfirgefið herbergin, vinsamlegast gangið úr skugga um að allt sé eins og það á að vera, s.s. lokaðir gluggar, engin rafmagnstæki í gangi, ísskápur tæmdur og ruslið í gámana.
Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
28.11.2013
Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið í kvöld frá kl. 17.30-19. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil og eru íbúar hvattir til að mæta í snyrtilegum klæðnaði.
27.11.2013
Kæru vistarbúar, þegar próftíð er í gangi gilda reglurnar hér að neðan
• Próftími hefst mánudaginn 2. desember kl. 14:00
• Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn
• Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur
• Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00
• Á próftíma er drykkur alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar
• Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði
• Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð
• Reglulegum próftíma líkur 13. des. kl. 14:00
Sjúkrapróf eru 16. og 17. desember og eru íbúar beðnir um að sýna tillitssemi meðan á þeim stendur
• Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði
Gangi ykkur vel í prófunum
Sýnum öll tillitsemi
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
14.11.2013
Eins og fram kom á heimasíðu MA þá vann Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir nemandi á fjórða ári í MA og íbúi á heimavist ræðukeppni hér á landi sem haldin var á vegum ESU (English Speaking Union) og FEKÍ (Félag enskukennarafélags á Íslandi). Ásgerður mun keppa fyrir Íslands hönd í London í maí á næsta ári við fulltrúa frá 50 þjóðlöndum.
Starfsfólk heimavistar óskar Ásgerði til hamingju með sigurinn.
31.10.2013
Minnum foreldra og forráðamenn á að hægt er að ná í starfsmann á vakt allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602 eða 455 1602.