11.07.2014
Í gær 10. júlí var eindagi á greiðslu staðfestingar- og tryggingargjalds fyrir umsækjendur um heimavist skólaárið 2014-2015. Eins og fram kom í bréfi til íbúa er litið svo á að þeir sem ekki greiddu á eindaga hafi hætt við búsetu á vistinni og íbúar af biðlista teknir inn á vistina í staðinn.
Þeir umsækjendur sem lentu á biðlista og fá inni fá bréf og reikning sendan í pósti eftir miðjan mánuð og þurfa að staðfesta dvölina með greiðslu fyrir 28. júlí n.k.
10.07.2014
Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er í dag 10. júlí. Greiðsluseðlar/kröfur vegna staðfestingar- og tryggingargjalds voru stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa í innheimtukerfi Arion banka. Einnig er hægt að millifæra beint á Lund en bankaupplýsingar komu fram á reikningi sem íbúar fengu sendan.
27.06.2014
Skrifstofur heimavistar verða lokaðar í júlí vegna sumarleyfa starfsmanna.
25.06.2014
Hér koma svör við helstu spurningum fyrir umsækjendur heimavistar skólaárið 2014-2015:
Svör við umsóknum fara í póst 25. júní.
Mikill fjöldi umsókna barst og ljóst að einhverjir lenda á biðlista en skólarnir sáu um að forgangsraða inn á vistina.
Greiðsluseðlar/kröfur vegna staðfestingar- og tryggingargjalds verða stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa í innheimtukerfi Arion banka.
Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er 10. júlí.
Ef krafa er ekki greidd á eindaga er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni og nemendur teknir inn af biðlista.
Tekið verður inn af biðlista eftir miðjan júlí.
Raðað verður niður á herbergi fyrstu dagana í ágúst.
Breytingar á umsókn s.s. varðandi tegund af herbergi eða herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst á netfangið rosa@heimavist.is
Leigusamningar og önnur gögn verða sendir í pósti viku fyrir upphaf skóla.
Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komuna á heimavistina.
Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.
23.06.2014
Umsóknarfrestur um heimavist næsta skólaár var til 10. júní s.l. og hafa sjaldan fleiri umsóknir borist. Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri sjá um að forgangsraða á vistina og er verið að leggja lokahönd á þá vinnu. Gert er ráð fyrir að umsækjendur fái bréf í vikunni. Rétt er að vekja athygli á að eindagi fyrir staðfestingar- og skráningargjald og tryggingargjald alls kr. 34.000 er 10. júlí. Verði seðilinn ekki greiddur á eindaga er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni og nemendur á biðlista verða teknir inn.
Tekið verður inn af biðlista seinni hluta júlímánaðar.
17.06.2014
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum MA innilega til hamingju með daginn.
03.06.2014
Umsóknarfrestur um Heimavist MA og VMA fyrir skólaárið 2014-2015 er til mánudagsins þriðjudagsins 10. júní.
02.06.2014
Svava Jóhannsdóttir starfsmaður hjá Mötuneyti MA lést föstudaginn 30. júní. Svava starfaði hjá MMA í á þriðja áratug, lengst af í þvottahúsinu. MMA þakkar Svövu fyrir vel unnin störf hjá stofnuninni og sendir aðstandendum hennar samúðarkveðjur.
Útförin fer fram frá Munkaþverárkirkju föstudaginn 6. júní kl.13.30.
26.05.2014
Próf í MA byrja þriðjudaginn 27. maí og því tekur próftími við á heimavistinni.
Á próftíma gilda ákveðnar reglur á heimavist:
Próftími hefst mánudaginn 26. maí kl. 8:00
Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
Morgunmatur er virka daga frá kl. 7:15 – 9:15 og um helgar frá kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga frá kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar.
Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði.
Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð.
Reglulegum próftíma í MA lýkur 6. júní n.k.
Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði.
Sýnum öll tillitssemi.
Gangi ykkur vel í prófunum!
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
24.05.2014
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum VMA innilega til hamingju með daginn.