Mötuneyti Ma eignast nýtt grill

André Sandö íbúi á heimavist og nemandi í VMA færði heimavistinni höfðinglega gjöf á dögunum. André sem er nemandi á fjórðu önn í stálsmíði smíðaði kolagrill úr ryðfríu stáli og færði heimavistinni til eignar. Grillið verður vígt í skólabyrjun næsta haust. Starfsfólk þakkar fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem á eftir að gleðja íbúa á komandi árum.

Reglur á próftíma

Próf í VMA byrja föstudaginn 9. maí og því tekur próftími við á heimavistinni. Á próftíma gilda ákveðnar reglur á heimavist: Próftími hefst miðvikudaginn 7. maí kl. 14:00. Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. Morgunmatur er virka daga frá kl. 7:15 – 9:15 og um helgar frá kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga frá kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði. Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð. Reglulegum próftíma lýkur 20. maí n.k. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Sýnum öll tillitssemi. Gangi ykkur vel í prófunum! Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Grillað í tilefni af sumarkomu

Í tilefni af sumarkomu ætlar starfsfólk mötuneytisins að grilla fyrir íbúa Sumardaginn fyrsta. Grillað verður frá kl. 18 við matsalinn og verður boðið upp á hamborgara og eitthvað fleira góðgæti. Mætum með bros á vör og í sumarskapi.

Gleðilegt sumar

Kæru íbúar. Við óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum ánægjuleg samskipti í vetur. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Opið fyrir umsóknir skólaárið 2014-2015

Höfum opnað fyrir umsóknir skólaárið 2014-2015.

Gleðilega páska

Við óskum íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð aftur mánudaginn 21. april kl. 12.

Opnað verður fyrir umsóknir á heimavist mánudaginn 14. apríl

Endurgreiðslur fæðisgjalda í verkfalli.

Þeir mötuneytisfélagar sem ekki nýttu sér þjónustu mötuneytisins í verkfallinu fá enurgreitt 60% af fæðisgjöldum þann fæðisdagafjölda sem vantar uppá vorönn. Eingöngu þeir sem eru skuldlausir við mötuneytið fá endugreitt en hjá hinum verður skuldin lækkuð sem endurgreiðslunni nemur. Þeir sem greiddu með greiðsluseðli og hafa gert upp að fullu eru beðnir að senda upplýsingar með reikningsnúmeri, kennitölu reiknigseiganda á netfangið marsilia@ma.is taka þarf fram fyrir hvaða mötuneytisfélaga er verið að sækja endurgreiðslu. Þeir sem greiða með raðgreiðslum fá lækkun á næstu greiðslu af kortinu.

Lokað um páskana á heimavist

Heimavistin verður lokuð kl. 12. á hádegi laugardaginn 12. apríl. Opnum aftur eftir páskafrí mánudaginn 21. apríl kl. 12.

Söngkeppni framhaldsskólanna 5. apríl nk.

Söngkeppni framhaldsskólanna Þeir íbúar sem ætla að sækja um að fá næturgest (einn á íbúa) þegar söngkeppnin verður haldin, skulu gera það fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 1. apríl. Þeir íbúar sem ekki eru á heimavistinni til að fylla út umsóknareyðublaðið, mega senda tölvupóst á rosa@heimavist.is þar sem kemur fram herbergisnúmer, fullt nafn og kennitala gestgjafa, herbergisfélaga og gests, og svo dagsetningar. Að öðru leiti gilda þær reglur sem fyrir eru t.d. samþykki forráðamanna ef gestgjafi, gestur eða herbergisfélagi er yngri en 18 ára sem og aðrar reglur um umgengni. Við komu á heimavistina þarf gestgjafinn að tilkynna næturgestinn við starfsmann á vakt. Áfengis- og vímuefnaneysla ógildir gistileyfið. Starfsfólk heimavistar MA og VMA