16.10.2013
Kosning í Heimavistarráð hefur farið fram og var Ágúst Gestur Guðbjargarson kosinn forseti . André Sandö fékk kosningu í embætti varaforseta og Eyrún Þórsdóttir í embætti ritara. Við óskum þeim öllum til hamingju.
11.10.2013
Kosning hefur farið fram í Heimavistarráð MA og VMA fyrir veturinn 2013 – 2014.
Við bjóðum nýja fulltrúa velkomna og óskum þeim velfarnaðar í þeim fjölmörgu störfum sem þeir taka að sér í þágu íbúanna. Úrslit kosninganna er sem hér segir í stafrófsröð:
André Sandö
Ágúst Gestur Guðbjargarson
Dion Helgi Duff Hrafnkelsson
Eyrún Þórsdóttir
Kristín Júlía Ásgeirsdóttir
Lilja Björg Jónsdóttir
Pálmi John Price Þórarinsson
03.10.2013
Tveir íbúar heimavistarinnar þær Agnes Ósk Hreinsdóttir og Elva Dögg Káradóttir fengu Forsetamerki skátahreyfingarinnar afhent við hátíðlega athöfn laugardaginn 28. september s.l. Forseti Íslands afhenti Forsetamerkið við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju en merkið er veitt fyrir sérstakan árangur í skátastarfi. Alls voru átján skátar sem fengu forsetamerkið afhent.
24.09.2013
Almennir fundir heimavistar s.k. gangafundir þar sem farið er yfir reglur og ýmis praktísk atriði með íbúum eru haldnir á hverju ári í upphafi haustmisseris. Nú þegar er búið að funda með íbúum á nýju vistinni og í kvöld verður fundað með íbúum gömlu vistarinnar. Líkt og fram kemur í reglum heimavistarinnar er skyldumæting á fundina.
09.09.2013
Nú styttist í að Menntaskólinn á Akureyri hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans.
Heimavistin verður opnuð fyrir innritun fimmtudaginn 12. september frá klukkan 13:00 til 21 og föstudaginn 13. september frá klukkan 08:30 til 20.
Stundatöflur nemenda verða afhentar föstudaginn 13. september.
Þeir íbúar sem ekki hafa tök á að koma á ofangreindum tíma geta innritað sig og fengið lykil á sunnudeginum frá kl. 15.-18.
03.09.2013
Minnum á stuttan kynningarfund fyrir nýja íbúa á heimavistinni í kvöld þriðjudaginn 3. september kl. 19.30. Fundurinn verður haldinn í setustofunni.
01.08.2013
Nú styttist í að Verkmenntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans.
Heimavistin verður opnuð fyrir innritun þriðjudaginn 20. ágúst frá klukkan 13:00 til 21 og miðvikudaginn 21. ágúst frá klukkan 08:30 til 20.
Stundatöflur nemenda verða afhentar miðvikudaginn 21. ágúst og kennsla hefst fimmtudaginn 22. ágúst.
Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.
24.06.2013
Hér koma svör við helstu spurningum fyrir umsækjendur heimavistar:
Svör við umsóknum fara í póst 24. júní.
Greiðsluseðlar/kröfur vegna staðfestingar- og tryggingargjalds verða stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa í innheimtukerfi Arion banka.
Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er 20. júlí.
Ef krafa er ekki greidd er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni og nemendur teknir inn af biðlista.
Tekið verður inn af biðlista fyrstu dagana í ágúst.
Raðað verður niður á herbergi fyrstu dagana í ágúst.
Breytingar á umsókn s.s. varðandi tegund af herbergi eða herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst á netfangið rosa@heimavist.is
Leigusamningar og önnur gögn verða sendir í pósti viku fyrir upphaf skóla.
Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komuna á heimavistina.
Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.
24.06.2013
Skrifstofur heimavistar verða lokaðar í júlí vegna sumarleyfa starfsmanna.