10.02.2012
Minnum íbúa á að hægt er að sækja hreinar hlífðardýnur í afgreiðsluna hjá starfsmanni. Mikilvægt er að hafa hlífðardýnur til að verja dýnurnar.
07.02.2012
Efnt er til samkeppni um merki (lógó) fyrir Lund sjálfseignarstofnun sem á og rekur Heimavist MA og VMA. Öllum nemendum í MA og VMA er frjálst að taka þátt í samkeppninni og er frestur til að skila inn tillögum til 24. mars nk.
07.02.2012
Nemendur í 9. og 10. bekk frá Blönduósi, Húnavöllum og Skagaströnd komu í kynnisferð á heimavistina fimmtudaginn 2. febrúar s.l. Heimsóknin var í tengslum við kynningu þeirra á MA og VMA. Nemendur fengu stutta kynningu á heimavistinni um leið og þau gæddu sér á skúffuköku. Íbúar heimavistar sýndu þeim síðan húsakynnin. Hér má sjá mynd af hluta af nemendum í anddyri heimavistar.
23.01.2012
Öllum íbúum heimavistar stendur til boða aðstaða til að æfa á hljóðfæri í húsnæði Menntaskólans á Akureyri. Í stofu G22 er píanó og á miðsal skólans er flygill. Stofur G1 og G21 eru ætlaðar fyrir önnur hljóðfæri. Nemendur skrá sig á stundatöflur sem hanga á korktöflu á s.k. langa gangi í Gamla skóla. Hægt er að hafa samband við húsvörð ef eitthvað er óljóst.
05.10.2011
Kosningar fyrir Heimavistarráð næsta vetrar fara fram í andyrinu miðvikudagin 5. október milli klukkan 16:00 og 19:00
20.09.2011
Langar þig að vera í heimavistarráði í vetur? Tekið er við framboðum í andyrrinu núna. Framboðsfrestur er til föstudags!
16.08.2011
Opið verður til innritunar og lyklar afhentir á eftirtöldum tímum: Þriðjudag 13. september frá kl. 14:00 til kl. 22:00 og Miðvikudag 14. september frá kl. 8:30 til kl. 22:00. Munið eftir að koma með öll þrjú eintök leigusamnings útfyllt, vottuð og undirrituð. Hafa má samband við Sigmund í síma 8991607 ef einhver þarf af góðri ástæðu að fá að koma inn á vistina á öðrum tíma en auglýst er hér að ofan.
06.07.2011
Skipulagsbreytingar standa yfir við heimavistina. Helstu breytingarnar felast í því að leggja meiri áherslu á félagslega og
uppeldislega þjónustu við íbúa með því að ráða vistarsjóra með uppeldis- eða félagslega menntun og reynslu af
rekstri . Samhliða þessu á að breyta starfi húsbónda og dagvinnufólks. Auglýst verður
eftir starfsfólki með hæfni og reynslu af því að vinna með ungmennum. Mögulega verða ráðnir í afleysingar og
hlutastörf nemendur úr fjórða bekk úr hópi íbúa heimavistarinnar. Mikilvægast er að viðhalda og efla heilbrigði, forvarnir og
félagslíf íbúa. Nauðsynlegt er að styrkja þennan þátt í skipulagi heimavistarinnar, ásamt því að halda í
horfinu þeim góða rekstri sem þar fer fram.
Sameiginleg heimavist MA og VMA hefur verið rekin í átta ár og hefur reksturinn verið skv. áætlun og rekstraforsendur eru í dag
traustar. Nýlega endurnýjaði Lundur leigusamning um rekstur Hótels Eddu Akureyri í húsakynnunum yfir sumarið.
Sífellt fjölbreytilegri hópur nemenda sækir um dvöl á heimavistinni með mismundandi þarfir fyrir aðstoð
og handleiðslu. Heimavistin er afar vinsæl og er fullskipuð fyrir næsta vetur. Vegna þessara skipulagsbreytinga hefur framkvæmdastjóra,
húsbónda og starfsmönnum í dagvinnu verið sagt upp störfum. Starfsfólk verður ráðið fyrir haustið.
Því starfsfólki sem hverfur á brott er þakkað fyrir störf þeirra við stofnunina.
Stjórn Lundar sem fer með rekstur heimavistarinnar skipa:
Kristín Sigfúsdóttir formaður
Jónína Guðmundsdóttir ritari
Björk Guðmundsdóttir
Magnús Garðarsson
Jóhannes Ingi Torfason
23.06.2011
Starfsmenn heimvistar eru i sumarfríi til 3. ágúst
Eftirfarandi eru svör við helstu spurningum sem brenna á umsækjendum heimavistar:
Svör við umsóknum fara í póst 28. júní.
Greiðsluseðlar vegna staðfestingar- og tryggingargjalds berast frá banka nokkrum dögum síðar.
Greiðsluseðlar eru á nafni umsækjenda og birtast einnig í netbönkum.
Gjalddagi greiðsluseðla er 15. júlí og eindagi 20. júlí.
Tekið verður inn af biðlista 4.-5 ágúst.
Raðað verður niður á herbergi eftir 5. ágúst.
Séróskir um herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst á netfangið
heimavist@heimavist.is
Leigusamningar og aðrir pappírar verða sendir í póst viku fyrir upphaf skóla.
Þvottanúmer nýrra íbúa heimavistar berast einnig viku fyrir upphaf skóla.
Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komuna á heimavistina.
Ef greiðsluseðill berist ekki er hægt að greiða staðfestingar- og tryggingargjaldið að upphæð 27.000 kr. inn
á bankareikning Lundar rekstrarfélags:
Reikningur: 0302-26-106252
Kennitala Lundar rekstrarfélags: 630107-0160
Mikilvægt er að kennitala viðkomandi íbúa komi fram sem skýring við greiðslu.
Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.
25.05.2011
Verðskrá húsaleigu fyrir skólaárið 2011 – 2012 hefur verið ákveðin. Nýja verðskrá er hægt að sjá með
því að opna umsókn um heimavist sem er valmöguleiki hér uppi til vinstri á síðunni.