Sumarfrí

Sumarfrí starfsmanna heimavistar Lundar er frá 23. júní - 3. ágúst. Hér að neðan má lesa svör við helstu spurningum sem brenna á umsækjendum um heimavist.   Svör við umsóknum fara í póst dagana 23. - 24. júní. Greiðlsuseðlar berast frá banka nokkrum dögum síðar. Eindagi greiðsluseðla er 20. júlí. Tekið verður inn af biðlista 5. - 7. ágúst. Séróskir, t.d. um herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst. Ekki verður raðað á herbergi fyrr en eftir 5. ágúst. Leigusamningar og aðrir pappírar verða sendir viku fyrir upphaf skóla. Þvottanúmer nýrra íbúa heimavistar berast einnig viku fyrir upphaf skóla. Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komu á heimavist.  Ef greiðsluseðill berst ekki er hægt að greiða staðfestingar- og tryggingagjald inn á reikning Lundar að upphæð kr. 27.000. Bankaupplýsingar: 0302-26-106252. Kennitala Lundar: 630107-0160. Mikilvægt er að kennitala verðandi íbúa komi fram sem skýring við greiðslu. Staðfestingar og tryggingagjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við búsetu á heimavist.   

Umsókn um heimavist fyrir skólaárið 2010 - 2011

Umsókn um heimavist fyrir skólaárið   2010 - 2011 Hér til hliðar má finna umsókn um heimavist fyrir veturinn 2010-2011. Þegar hún hefur verið fyllt út þarf að koma henni hingað til okkar á heimavistina Það má gera það á þrennan hátt. Með pósti og þá stílað á Lundur heimavist MA/VMA Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri og bt. Sigmundar Með tölvupósti á netfangið sigmundur@heimavist.is og þarf þá að fylla út umsóknareyðublað og senda sem viðhengi. Nú eða bara með því að koma og afhenda starfsmanni umsóknina og líta á húsakynni í leiðinni. Núverandi íbúar eru beðnir um að skila umsóknum í anddyri eða til húsbónda. A.T.H. Allar séróskir t.d. um herbergi, herbergisfélaga, nágranna eða aðrar óskir þurfa að koma fram á umsókn eða berast á netfangið sigmundur@heimavist.is ekki síðar en 1. ágúst. Viljum við sérstaklega benda nýnemum á að senda inn sínar óskir á netfangið hér að ofan þar sem aðeins er boðið upp á að haka við heimavist á rafrænni umsókn um skólavist en ekki tilgreina óskir. Umsóknarfrestur er til 11. júní.    Húsaleigu verðskrá fyrir skólaárið 2010 til 2011 er nú komin og má sjá hana á umsókn um heimavist

Þvottur!

Elsku bestu vistarbúar! Ennþá virðast fötin okkar og sokkapokarnir hlaupa í burtu ! Núna fyrir stuttu týndi ein stelpa hérna á vistinni sokkapokanum sínum með næstum því öllum nærfötunum! Og hún vill endilega fá þau aftur .. Svo gellurnar í þvottahúsinu vilja biðja alla íbúa um að muna það að ef þú færð eitthvað í hólfið þitt sem þú átt ekki sjálfur að vinsamlegast skila því aftur í þvottahúsið! Svo endilega ef þú átt föt, sokkapoka eða eitthvað álíka inná hjá þér sem að er ekki í þinnu eigu að skokka með það aftur niður í þvottahús :) .. Það er ekkert gaman að eiga næstum engin nærföt til að fara í, og þar sem að við flest erum frekar fátækir námsmenn þá er ekkert mjög sniðugt að þurfa alltaf að kaupa ný og ný föt bara vegna þess að fólk nennir ekki að skokka með þau föt sem eru ekki í þeirra eigu niður í þvottahús!    svo bara enn og aftur: muna að fara með allt sem ekki er í ykkar eigu niður í þvottahús!       *knúúúúúúúúúús*

Konukvöld !

Stelpur Stelpur !   Miðvikudagskvöldið 3.mars verður konukvöld á vistinni! Setustofan opnar klukkan 20:00 en kvöldið sjálft hefst klukkan 20:15.  Leikir, keppnir og margt fleira skemmtilegt verður í gangi.  Margt gómsætt verður í boði :) Nokkrir karlkyns aðilar munu sýna"sixpakkið" :)   Vonumst til að sjá ykkur sem flestar..  

Strákar, strákar !!

Kæru karlkyns íbúar ! Miðvikudaginn 17.febrúar n.k  verður karlakvöld á heimavistinni ! Húsið opnar 20:00 og kvöldvakan sjálf hefst klukkan 20:15! Við hvetjum alla karlkynsaðila til að mæta ! Snakk og fleira verður í boði. Vonumst til að sjá sem flesta !   Kannski fáið þið eitthvað svona? Hver veit ? :D   

Myndir !

Elsku bestu heimasíðugestir. Ég setti nokkrar myndir frá þorrablótinu hérna inn á síðuna. En allar myndirnar má sjá á    http://sunnamj.123.is/album/default.aspx?aid=170725  .       -- frk. fjölmiðlafulltrúi. 

Þorrablót !

Elsku dúllurnar okkar! Við viljum biðja ykkur um að koma í snyrtilegum klæðnaði á þorrablótið. Við erum samt ekkert að tala um að þið þurfið að koma í árshátíðarfötunum, heldur bara snyrtilega klædd.      

Þvottur, þvottur !!

Elsku bestu heimavistaríbúar ! Stelpurnar í þvottahúsinu báðu okkur um að setja inn auglýsingu hérna á síðuna. Svo virðist vera að þessi blessuðu föt okkar íbúanna sem að við setjum í þvott haldi bara áfram að hlaupa burt.. Til að nefna dæmi þá hefur ung stúlka hérna á heimavistinni góðu, týnt nærfatapokanum í þvotti! Það er nú ekki gott að vera undirfatalaus svo að ef að einhver annar íbúi hefur fengið ókunnugan nærfatapoka í hólfið sitt(sem hefur þá væntanlega endað uppi á herbergi) þá biðjum við hann um að vera svo vænn að skila honum aftur í þvottahúsið.  Þetta á einnig við um allar flíkur sem að þið fáið í ykkar hólf og þið kannist bara ekkert við að eiga. Þið þurfið ekki að gera annað en að skottast niður í þvottahús og fleygja þessu mjúklega inn í gegnum götin í þvottahúsinu. Svo einfalt er það. Og ef að þú ert löt/latur og nennir ekki að gera þér auka ferð niðr' í þvottahús þá getið þið bara tekið þetta á leiðinni í mat. Þar sem að við reiknum fastlega með því að þið borðið einstöku sinnum.      Takktakk, Heimavistarráð !     

Þorrablót !:D

Þorrablót Heimavistar verður næstkomandi fimmtudag, 4.febrúar. Matsalurinn opnar klukkan 18:00 en borðhald hefst klukkan 18:30.  Klukkan 20:00 hefjast skemmtiatriði í setustofu.

Ný könnun !

Elsku bestu heimavistarbúar :D  Ég var að setja inn nýja könnun, og væruð þið til í að vera svo æðisleg að svara henni fyrir okkur í heimavistarráði. Þannig er mál með vexti að okkur datt í hug að hafa smá ball, þar sem dansaðir yrðu gömlu dansarnir, eftir þorrablótið(sem er 4. febrúar n.k). En við vitum ekki alveg hvort að það sé einhver áhugi fyrir því að dansa gömlu dansana. Okkur finnst voðalega tilgangslaust að fá einhvern/einhverja til þess að spila undir dansi, ef að það væru svo engir sem að myndu dansa. Þannig að nennið þið að hjálpa okkur og svara könnuninni.    Með fyrirfram þökk :D f.h. heimavistarráðs, frk. fjölmiðlafulltrúi :)