Tónlistarkvöldvaka

Næstkomandi miðvikudagskvöld 2.apríl verður haldin tónlistarkvöldvaka á heimavistinni. Fyrirkomulagið verður hvorki flókið né formlegt heldur munu þeir sem vilja koma fram og spila lög eða syngja einungis þurfa að skrá atriðið niður á blað í anddyrinu. Ekki verður formlegur kynnir heldur munu atriðin rúlla áfram og hvetjum við alla tilvonandi tónlistarmenn til að taka þátt. Þeir sem vilja spila eða syngja sjálfir útvega allt sem þarf í atriðið. Planið er að gera þetta að notalegri kvöldstund þar sem menn geta annað hvort hlustað á harðasta rokk eða mildan jazz og borðað snakk og popp í góðra vina hópi. Nánar síðar !

Gleðilega páska

  Gleðilega páska alllir saman og hafið það gott yfir hátíðina. Hittumst hress á ný eftir páska !

Áframhaldandi poolmót

  Haldið verður áfram með Poolmót þriðjudagskveldið 11.mars Leikar hefjast klukkan 18:00 og standa fram eftir kveldi þar til einn maður stendur uppi sem sigurvegari. Keppendur eru hvattir til að kynna sér hvenær þeir eiga leik á tímatöflu niðri lobbýi sem og uppí setustofu. Svo auðvitað hvetjum við fólk til að kíkja uppí setustofu meðan leikar standa og fylgjast með. Fyrir hönd Heimavistarráðs Hjálmar&Ómar

Poolmót hefst á morgun

  Búið er að draga keppendur saman í fyrstu umferð mótsins og hefst hún á morgun. Þeir sem skráðu sig eru hvattir til að fara fram í anddyri og sjá hvenær þeir eiga að keppa og á móti hverjum. Keppendur verða sjálfir að bera ábyrgð á að mæta í sinn leik. Dómarar verða Ómar Eyjólfs og Hjálmar úr heimavistarráði. Öllum vistarbúum er velkomið að horfa á. Góða skemmtun !

Tapað / Fundið

Ipod spilari fannst í þvottahúsinu. Ef einhver saknar hans getur hann vitjað hans þar !    

Poolmót

Skráning er hafin í poolmót sem verður í næstu viku. Spilað er eftir útsláttarfyrirkomulagi, einn á móti einum, maður á móti manni. Nánari upplýsingar veitir hinn háæruverðugi og fallegi Ómar Eyjólfsson frá Vopnafirði (Family Guy gaurinn). Bjallið bara í hann! Hægt er að skrá sig á blað í anddyrinu. Ylhýrar kveðjur, Heimavistarráð

Nýju pool borðin komin

Nú hafa nýju poolborðin skilað sér hingað til okkar. Þau eru í uppsetningu þessa stundina. Í næstu viku (miðvikudaginn 20.febrúar) ætlum við að vígja borðin og þá er öllum heimavistarbúum boðið að taka þátt í vígslunni með okkur. Boðið verður upp á léttar veitingar og jafnvel létta tónlist í því tilefni. Vonumst til að sjá sem flesta. Nánar auglýst síðar.   Ráðið ykkar

Skipulagshópur

Heimavistarráð hefur komið á fót skipulagshópi um tillögu að bættri gönguleið frá heimavistinni og upp í VMA. Hópurinn mun einnig koma að skipulagi við lóð heimavistar og MA. Hópinn skipa frá MA; Sindri Bóndi, Rakel Guðjónsdóttir og Sonja Guðlaugsdóttir. Frá VMA koma Jóhann Sigurjón Jakobsson, Anna Þorsteinsdóttir, Stefán Grímur Rafnsson og Ingólfur Ágústsson. Öllum er velkomið að leggja fram sína eigin tillögu til skipulagshópsins og senda tölvupóst á netfangið heimavistarrad@heimavist.is

Nýjar myndir

  Kæru vistarbúar, Nú hef ég lokið því að setja inn myndir sem ég tók á jólahlaðborðinu. Því hvet ég alla til þess að kíkja á myndirnar sem má finna undir linknum lífið á vistinni. Hver veit nema þarna sé mynd af þér ;) Kveðja frá ykkar ástkæra ljósmyndara og einlægum ritara, Jóhanna Stefáns.

Stelpukvöld

 Stelpukvöld verður í setustofu heimavistarinnar fimmtudagskvöldið 13. nóv. Hvetjum allar kvenkyns verur heimavistarinnar til að mæta. Takk fyrir Heimavistarráð