Reglur á próftíma á heimavist

Nú eru íbúar VMA í prófum og þá gilda ákveðnar umgengnisreglur: Próftími hefst föstudaginn 1. maí kl. 16:00. Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði. Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð. Reglulegum próftíma lýkur 15. maí. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófunum og sýnum öll tillitssemi. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Gleðilegt sumar

Við óskum íbúum gleðilegs sumars og þökkum ánægjuleg samskipti í vetur. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Vöfflukaffi á sumardaginn fyrsta í boði Heimavistarráðs

Vegna veðurútlits hefur verið ákveðið að bjóða upp á vöfflukaffi á sumardaginn fyrsta í stað þess að grilla. Heimavistarráð ætlar að baka vöfflur í tilefni dagsins og bjóða íbúum upp á vöfflukaffi frá kl. 15-16.30. Þrátt fyrir veðurútlit þá hvetjum við íbúa til að mæta með bros á vör og í sumarskapi.

Heimavistarráð grillar í tilefni af sumarkomu

Í tilefni af sumarkomu ætlar Heimavistarráð í samstarfi við starfsfólk mötuneytisins að grilla fyrir íbúa Sumardaginn fyrsta. Grillað verður frá kl. 17.30 við matsalinn. Mætum með bros á vör og í sumarskapi.

Opið fyrir umsóknir skólaárið 2014-2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist skólaárið 2014-2015.

Laus störf við alþrif í vor

Við heimavistina eru laus störf við alþrif á herbergjum í vor eða frá miðjum maí fram í miðjan júní. Óskað er eftir starfsfólki sem er 18 ára og eldra. Nánari upplýsingar veitir Rósa María í síma 899 1607. Skriflegar umsóknir með nafni, kennitölu og símanúmeri berist á netfangið rosa@heimavist.is Umsóknarfrestur er til 8. maí og verður öllum umsóknum svarað.

Gleðilega páska

Við óskum íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð aftur mánudaginn 6. april kl. 14.

Opnað fyrir umsóknir um heimavist skólaárið 2015-2016

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist skólaárið 2014-2015.

Páskabingó miðvikudagskvöldið 25.mars

Heimavistarráð stendur fyrir páskabingói miðvikudagskvöldið 25. mars kl. 20 á setustofu heimavistar. Glæsileg páskaegg verða í boði fyrir heppna íbúa.

Lokað um páskana á heimavist

Heimavistin verður lokuð kl. 12. á hádegi laugardaginn 28. mars. Opnum aftur eftir páskafrí mánudaginn 6. apríl kl. 14.