Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna.

Morfís lið MA er á sigurbraut í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna en þar eigum við fulltrúa af heimavistinni. Liðið hafði betur gegn FG, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í 16-liða úrslitum.  

Ársfundur Lundar 2021 verður miðvikudaginn 23. febrúar n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar

Ársfundur Lundar 2021 verður miðvikudaginn 23. febrúar n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar. Dagskrá ársfundar: 1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2020/2021 til kynningar. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2020/2021. 3. Önnur mál. Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.

Söngkeppni MA 2022 var haldin í gærkvöldi.

Þar átti Heimavistin marga flotta fulltrúa og þar á meðal voru tveir þeirra í úrslitum, annars vegar sigurvegari kvöldsins og þriðja sætið. Óskum við þeim öllum innilega til hamingju !

Jöfnunarstyrkur til náms - umsóknarfrestur fyrir vorönn 2022 er til 15. febrúar n.k.

Jöfnunarstyrkur (áður dreifbýlisstyrkur) er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Frekari upplýsingar og umsóknir á heimasíðu Menntasjóðs- https://menntasjodur.is/

Herbergjaskoðanir á vormisseri hefjast eftir helgi.

Íbúar eru minntir á herbergjaskoðun deginum áður með auglýsingu á ganginum. Minnum íbúa á að eftirlit með þrifum á herbergjum er hluti af reglum á stóra heimilinu. Á hverjum gangi er búið að setja inn í s.k. skol; ryksugu, moppu o.s.frv. Munið að spritta fyrir og eftir notkun með sóttvarnarspritti og þurrkum sem eru einnig til staðar. Gangi ykkur vel

Mötuneytið - breyting á áskrift á vormisseri.

Bendum á að þeir íbúar sem vilja breyta áskriftinni í mötuneytinu þurfa að senda inn nýja umsókn. Umsóknareyðublað er hér á heimasíðu Heimavistar MA og VMA - https://www.heimavist.is/motuneyti/umsokn-um-motuneyti

Gleðilegt nýtt ár

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs þá minnum við á að heimavistin opnar á nýju ári laugardaginn 8. janúar kl. 12. Hlökkum til að sjá ykkur

Breyting á opnun heimavistar á nýju ári. Opnum laugardaginn 8. janúar kl. 12.

Vegna fjölda smita í samfélaginu að undanförnu verður heimavistin ekki opnuð fyrr en laugardaginn 8. janúar en bæði MA og VMA munu taka á móti nemendum mánudaginn 10. janúar. Vonumst við til að móttaka íbúa dreifist því á 8. og 9. janúar. Á heimavistinni verður grímuskylda og íbúar beðnir að virða þá reglu sem og að vera dugleg að sinna persónulegum sóttvörnum. Gestakomur verða ekki leyfðar fyrst um sinn. Óskum ykkur gleðilegs árs og hlökkum til að hitta íbúa á nýju ár.

Gleðilega hátíð

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí miðvikudaginn 5. janúar kl. 12.

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.