22.03.2022
Höfum opnað fyrir umsóknir næsta skólaár 2022-2023. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Sótt er um hér á heimasíðunni.
15.03.2022
Spilakvöld verður fyrir íbúa miðvikudaginn 16. mars frá kl. 19-22 í setustofunni. Boðið verður upp á snakk og gos. Hlökkum til að sjá ykkur !
11.03.2022
Í dag frumsýnir leikfélag MA söngleikinn Heathers í Hofi. Um 60 nemendur koma að sýningunni.
Næstu sýningar verða 12 og 13. mars og svo 17. og 18. mars. Miðasala er á mak.is
02.03.2022
Leikfélag VMA frumsýnir laugardaginn 5. mars kl. 15 leikverkið Lísu í Undralandi. Fjölmargir nemendur taka þátt í uppsetningunni og er leikstjóri Sindri Swan.
Miðasala er í fullum gangi en fjórar sýningar verða í boði. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu VMA.
15.02.2022
Morfís lið MA er á sigurbraut í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna en þar eigum við fulltrúa af heimavistinni. Liðið hafði betur gegn FG, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í 16-liða úrslitum.
15.02.2022
Ársfundur Lundar 2021 verður miðvikudaginn 23. febrúar n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar.
Dagskrá ársfundar:
1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2020/2021 til kynningar.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2020/2021.
3. Önnur mál.
Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.
01.02.2022
Þar átti Heimavistin marga flotta fulltrúa og þar á meðal voru tveir þeirra í úrslitum, annars vegar sigurvegari kvöldsins og þriðja sætið.
Óskum við þeim öllum innilega til hamingju !
20.01.2022
Jöfnunarstyrkur (áður dreifbýlisstyrkur) er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu.
Frekari upplýsingar og umsóknir á heimasíðu Menntasjóðs- https://menntasjodur.is/
12.01.2022
Íbúar eru minntir á herbergjaskoðun deginum áður með auglýsingu á ganginum.
Minnum íbúa á að eftirlit með þrifum á herbergjum er hluti af reglum á stóra heimilinu. Á hverjum gangi er búið að setja inn í s.k. skol; ryksugu, moppu o.s.frv. Munið að spritta fyrir og eftir notkun með sóttvarnarspritti og þurrkum sem eru einnig til staðar.
Gangi ykkur vel
10.01.2022
Bendum á að þeir íbúar sem vilja breyta áskriftinni í mötuneytinu þurfa að senda inn nýja umsókn. Umsóknareyðublað er hér á heimasíðu Heimavistar MA og VMA -
https://www.heimavist.is/motuneyti/umsokn-um-motuneyti