Heimferðaskráning

Bendum íbúum á að skrá sig þegar þau fara af heimavist í sólarhring eða meira, s.s. í helgarfrí. Mikilvægt er að vitað sé hverjir eru á heimavist hverju sinni ef t.d. forráðamaður þarf að ná í íbúa eða að rýma þyrfti húsnæðið.

Móttaka íbúa MA á heimavist

Heimavistin verður opin fyrir innritun sunnudaginn 22. ágúst frá klukkan 13:00 til 20:00 og mánudaginn 23. ágúst frá klukkan 08:30 til 18:00. Hlökkum til að sjá ykkur á heimavistinni.

Hjúkrunarfræðingur á vakt á mánudögum og fimmtudögum

Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður á vaktinni fyrir íbúa heimavistar í vetur á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 16.00-17.00 Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma í síma 455 1611.

Myndataka fyrir nýja íbúa í mötuneytinu

Bendum nýjum íbúum á að myndataka fyrir augnskanna í mötuneytinu stendur nú yfir milli kl. 14 og 17 alla virka daga í mötuneytinu.

Tilkynnum ef íbúar eru lasnir og/eða á leið í sýnatöku vegna COVID

Minnum íbúa og forráðamenn á að það er mikilvægt að láta starfsmann á vakt vita ef íbúar eru lasnir og eins ef þeir eru á leið í sýnatöku vegna COVID. Vaktsíminn er 899 1602 eða 455 1602. Starfsfólk getur litið við hjá íbúum, komið með mat, hitamæli o.þ.h.

Minnum á grímuskyldu og rakningarappið

Minnnum íbúa á að grímuskylda er á heimavist utan síns herbergis og virða þarf fjarlægðarmörk ! Einnig þurfa allir íbúar að sýna við innritun að þeir séu með rakningarappið í símanum.

Móttaka íbúa Verkmenntaskólans á Akureyri

Heimavistin verður opin fyrir innritun mánudaginn16. ágúst frá klukkan 13:00 til 20:00 og þriðjudaginn 17. ágúst frá klukkan 08:30 til 18:00. Hlökkum til að sjá ykkur á heimavistinni

Húsaleigusamningar MA íbúa farnir í póst

Húsaleigusamningar MA íbúa eru farnir í póst og ættu því að berast íbúum í næstu viku. Reynt var að verða við óskum íbúa um herbergi eins og hægt var.

Hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa á heimavist

Hér eru ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa sem eru að flyta á heimavistina. Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér: Handspritt og handsápu til að hafa á herbergi Fjölnota grímur eða einnota til skiptanna Sæng og kodda Sængurver, koddaver og lök Handklæði Rúmteppi ef vill Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott Herðatré Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum. Hlífðarlök eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri. Athugið að hlíðarlak þarf að vera á rúmdýnu og svo lak frá íbúa. Íbúar fá þvottanet með tuskum og svampi. Íbúar fá þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við. Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig og sótthreinsa þarf áhöld fyrir og eftir notkun. Íbúar geta endurraðað húsgögnum á herbergjum en verða að skilja við þau eins og þau komu að þeim í upphafi. Aðeins má hengja upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist. Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér. Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa o.s.frv.

Húsaleigusamningar VMA íbúa farnir í póst

Húsaleigusamningar VMA íbúa eru farnir í póst og ættu því að berast íbúum næstu daga. Reynt var að verða við óskum íbúa um herbergi eins og hægt var.