09.05.2025
Kæru íbúar !
Nú eru einhverjir íbúar þegar farnir að skila af sér herbergjum og halda út í vorið. Við minnum alla á að þrífa herbergin samviskusamlega og skila þeim eins og þeir tóku við þeim við komuna á stóra heimilið.
Áður en þið farið heim, vinsamlegast:
• Nálgist gátlista í afgreiðslu vegna herbergisþrifa
• Sækið vagn með ræstivörum
• Skilið lykli/korti af herbergi
• Skilið þvottahúslykli og neti í þvotthús
• Hafið alltaf samband við starfsmann við brottför.
Óhreinar hlífðardínur, brúsar með þrifaefnum og fægiskófla og kústur (þrifið og hreint) niður á móttöku.
Á nýju vist: Þau sem hafa fengið hvíta hjólavagna - skilið þeim hreinum fyrir framan herbergið ykkar.
Gangi ykkur vel í prófum/námsmatsverkefnum
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
07.05.2025
Næðistími á Heimavistinni hefst 8. maí
- Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
- Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns.
- Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
- Tónlist og sjónvörp á herbergjum og á setustofu mega alls ekki valda ónæði.
- Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð
Hafið samband við starfsmann í vaktsíma 899-1602 ef þið verðið fyrir ónæði.
Gangi ykkur vel i prófum og verkefnum.
Sýnum öll tillitssemi
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
30.04.2025
Nú er hægt að sækja um heimavist fyrir skólaárið 2025-2026. Sótt er um á heimasíðunni - Umsókn um heimavist. Þegar búið er að fá staðfestingar um skólavist þá verður haft samband við umsækjendur.
Bendum á að þeir sem eru þegar íbúar á heimavistinni þurfa að sækja um aftur fyrir næsta skólaár. Opið er fyrir umsóknir á heimavist til 10. júní.
Athugið að ef sótt er um eftir að umsóknarfrestur er liðinn, eftir 10. júní, þá fara þær umsóknir á biðlista og verða afgreiddar síðar.
28.04.2025
Um miðjan maí hefst námsmat í báðum skólum og næðistími tekur gildi í vikunni þar á undan.
Varðandi lokun í vor þá er það dagsetning á húsaleigusamning sem segir til um lokadagsetningu hjá viðkomandi íbúa.
22. maí er síðasti leigudagur VMA íbúa.
28. maí er síðasti leigudagur MA íbúa.
07.04.2025
Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 11. apríl. Heimavistin lokar kl. 12 á hádegi laugardaginn 12. apríl. Opnum aftur eftir páskafrí mánudaginn 21. apríl, annan í páskum kl. 12.
28.03.2025
Páskabingó Heimavistarráðs verður haldið þriðjudagskvöldið 8. apríl kl. 20 á setustofunni. Fullt af veglegum vinningum í boði og allir íbúar hvattir til að taka þátt. 🐤🐣
27.03.2025
Úrslitaviðureignin fer fram í kvöld fimmtudaginn 27. mars. Síðast komst MA í úrslit árið 2008! Það er því eðlilega mikil spenna fyrir kvöldinu. GETTU BETUR sýnt í beinni útsendingu á Setustofunni í kvöld, fimmtudaginn 27. mars. Mætið stundvíslega, viðureign MA-MH hefst kl 20:00. Keppendurnir eru öll íbúar á Heimavistinni - hvetjum okkar fólk áfram til dáða! Í liðinu eru: Kjartan Valur, Árni Stefán og Sólveig Erla.
27.03.2025
Mjög mikilvægt er að merkja þvottinn sinn vel - og það gæti þurft að skrifa ofan í það sem merkt var fyrr í vetur svo fatnaðurinn komist í rétt hólf.
Nokkuð er um að ómerktur eða illa merktur fatnaður hafi verið settur í þvott og því ekki hægt að koma til skila í þvottaskápana. Hægt er að merkja þvottinn hjá starfsmönnum í þvottahúsinu.
12.03.2025
Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 11. apríl. Heimavistin lokar kl. 12 á hádegi laugardaginn 12. apríl. Opnum aftur eftir páskafrí mánudaginn 21. apríl, annan í páskum kl. 12.
Varðandi lokun í vor þá er það dagsetning á húsaleigusamning sem segir til um lokadagsetningu hjá viðkomandi íbúa.
22. maí er síðasti leigudagur VMA íbúa.
28. maí er síðasti leigudagur MA íbúa.