Pylsugrill fyrir íbúa í kvöld - mánudagskvöld

Í kvöld verður boðið upp á grillaðar pylsur fyrir alla íbúa Heimavistarinnar. Fyrir alla íbúa - óháð því hvort íbúi er skráður í kvöldmat eða ekki.

Óskilamunir í þvottahúsinu - vinsamlegast skoðið

Nokkuð er um að ómerktur eða illa merktur fatnaður hafi verið settur í þvott og því ekki hægt að koma til skila í þvottaskápana. Sá þvottur er í hillu frammi fyrir framan skápana. Íbúar eru hvattir til að skoða þetta sem allra fyrst - áður en haldið er út í sumarið.

Opið fyrir umsóknir næsta skólaár

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár 2024-2025. Sótt er um á heimasíðunni - Umsókn um heimavist

Kahoot á setustofunni 17. apríl kl. 20:00

Heimavistarráð stendur fyrir Kahoot kvöldi á setustofunni kl. 20:00 á miðvikudaginn nk. 17. apríl.

Gleðilega páska

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð eftir páskafrí mánudaginn 1. apríl kl. 12.

Páskabingó á setustofunni miðvikudaginn 20. mars

Miðvikudagskvöld, 20. mars klukkan 20:00 verður páska bingó á setustofunni. Glæsilegir vinningar í boði, t.d páskaegg, gjafabréf og margt fleira! Við hvetjum alla íbúa til þess að mæta og hlökkum til að sjá ykkur!🐰🐣🍫 Heimavistarráð 🐥

Fræðslukvöld Ástráðs á sunnudaginn 10. mars kl. 20:00

Ástráður kynfræðslufélag læknanema ætlar að halda fræðslukvöld sunnudaginn 10. mars kl. 20:00 á setustofunni á gömlu vist. Þar verður fræðsla um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti auk þess sem þau svara nafnlausum spurningum.

Lokað á heimavistinni um páskana.

Senn líður að páskafríi íbúa en síðasti kennsludagur í MA og VMA fyrir páska er föstudagurinn 22. mars. Heimavistin verður lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 23. mars. Kennsla hefst í báðum skólum þriðjudaginn 2. apríl og verður heimavistin opnuð eftir páskafrí mánudaginn 1. apríl kl. 12.

Ársfundur Lundar 2023 þriðjudaginn 5. mars kl. 12 í setustofu heimavistar.

Ársfundur Lundar 2023 verður þriðjudaginn 5. mars n.k. kl. 12 í setustofu heimavistar. Dagskrá ársfundar: 1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2022/2023 til kynningar. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2022/2023. 3. Önnur mál. Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.

Stöð tvö og Via play á setustofunni

Á setustofunni hafa íbúar aðgang að Viaplay, Stöð 2 og Stöð 2 Sport í sjónvarpinu.