06.08.2024
Hér eru ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa sem eru að flyta á heimavistina.
Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér:
Sæng og kodda.
Sængurver, koddaver og lök.
Handklæði.
Rúmteppi ef vill.
Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott.
Herðatré.
Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum.
Hlífðarlök eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri. Athugið að hlífðarlak þarf að vera á rúmdýnu og einnig lak frá íbúa.
Íbúar fá þvottanet með tuskum og svampi. Íbúar fá þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við. Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig.
Aðeins má hengja upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist. Bendum á að ekki er hægt að hengja upp ledborða.
Íbúar geta endurraðað húsgögnum en ekki er leyfilegt að leggja húsgögn á hliðina vegna hættu á skemmdum á gólfefni.
Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér.
Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er læst aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa, hjól o.s.frv.
06.08.2024
Móttaka íbúa MA er þriðjudaginn 20. ágúst frá klukkan 13:00 til 18:00 og miðvikudaginn 21. ágúst frá klukkan 08:30 til 17:00. Skólasetning í MA miðvikudaginn 21. ágúst.
Húsaleigusamningar og önnur gögn verða send rafrænt út um miðja viku.
06.08.2024
Móttaka íbúa VMA er sunnudaginn 18. ágúst frá klukkan 13:00 til 18:00 og mánudaginn 19. ágúst frá klukkan 08:30 til 17:00. Á mánudag er gert ráð fyrir að allir nýnemar mæti í skólann. Kennsla hefst í VMA samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 20. ágúst.
Húsaleigusamningar og önnur gögn verða send rafrænt út um miðja viku.
25.06.2024
Skrifstofur Heimavistar MA og VMA eru lokaðar vegna sumarleyfa starfsmanna. Opnum aftur þriðjudaginn 6. ágúst.
25.06.2024
Umsækjendur eiga þegar að hafa fengið svör við umsóknum. Þeir sem sóttu um eftir að umsóknarfrestur var liðinn fá svör í byrjun ágúst eftir sumarleyfi. Það er enn opið fyrir umsóknir næsta vetur.
Greiðsluseðlar/kröfur vegna staðfestingar- og tryggingargjalds verða stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa eða forráðamanna (ólögráða íbúa) í innheimtukerfi Arion banka.
Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er 15. júlí.
Ef krafa er ekki greidd á eindaga er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni.
Raðað verður niður á herbergi fyrstu dagana í ágúst.
Ef koma þarf á framfæri breytingum vegna umsóknar þá verða þær að berast fyrir 1. ágúst á netfangið rosa@heimavist.is. Athugið að reynt verður að verða við óskum eins og hægt er.
Leigusamningar og önnur gögn verða send út rafrænt viku fyrir upphaf skóla.
Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.
Bendum á að allir íbúar þurfa að skrá sig í mötuneytið og fer skráning fram hér á heimasíðunni undir Mötuneyti og þvottahús.
17.06.2024
Brautskráning verður frá Menntaskólanum á Akureyri í ÍÞróttahöllinni og hefst athöfnin kl. 10:00.
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Menntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn .
10.06.2024
Umsóknarfrestur um heimavistina fyrir næsta skólaár var til og með 7. júní.
Athugið að enn er hægt að senda inn umsóknir en þess má vænta að þær verði teknar til afgreiðslu síðar.
Sækja þarf bæði um heimavistina og mötuneytið hér á heimasíðunni.
30.05.2024
Nú eru allir íbúar okkar farnir út í sumarið eftir skólaárið.
Minnum á að umsóknarfrestur um heimavistina fyrir næsta skólaár er til 7. júní. Sækja þarf bæði um heimavistina og mötuneytið hér á heimasíðunni.
Njótið sumarsins😊
25.05.2024
Brautskráning verður frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag og hefst athöfnin kl. 10:00. Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.
22.05.2024
Íbúar vinsamlegast athugið að síðasti dagur til að fara með óhreinan þvott í þvottahúsið er á föstudaginn, 24. maí.
Íbúum sem eru að halda út í sumarið er bent á að fara í þvottahúsið og skila þvottaneti og lykli niðri fyrir framan þvottahúsið og fylla út miða, því þannig er hægt að fá endurgreitt 3.000,- fyrir lykil og 1.000,- fyrir þvottanet. Gott að athuga með óskilamuni í leiðinni og ekki gleyma að tæma skápinn sinn.