Brautskráning frá Menntaskólanum á Akureyri

Brautskráning verður frá Menntaskólanum á Akureyri í ÍÞróttahöllinni og hefst athöfnin kl. 10:00. Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Menntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn .

Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár

Umsóknarfrestur um heimavistina fyrir næsta skólaár var til og með 7. júní. Athugið að enn er hægt að senda inn umsóknir en þess má vænta að þær verði teknar til afgreiðslu síðar. Sækja þarf bæði um heimavistina og mötuneytið hér á heimasíðunni.

Umsóknarfrestur er til 7. júní fyrir næsta skólaár

Nú eru allir íbúar okkar farnir út í sumarið eftir skólaárið. Minnum á að umsóknarfrestur um heimavistina fyrir næsta skólaár er til 7. júní. Sækja þarf bæði um heimavistina og mötuneytið hér á heimasíðunni. Njótið sumarsins😊

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri

Brautskráning verður frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag og hefst athöfnin kl. 10:00. Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Frá þvottahúsinu

Íbúar vinsamlegast athugið að síðasti dagur til að fara með óhreinan þvott í þvottahúsið er á föstudaginn, 24. maí.  Íbúum sem eru að halda út í sumarið er bent á að fara í þvottahúsið og skila þvottaneti og lykli niðri fyrir framan þvottahúsið og fylla út miða, því þannig er hægt að fá endurgreitt 3.000,- fyrir lykil og 1.000,- fyrir þvottanet. Gott að athuga með óskilamuni í leiðinni og ekki gleyma að tæma skápinn sinn.

Opið fyrir umsóknir

Minnum á að það er opið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár 2024-2025 til 7. júní n.k. Sótt er um á heimasíðunni - Umsókn um heimavist

Baðskápar á hjólum

Íbúar vinsamlegast athugið. Þau ykkar sem hafa haft í láni hvíta baðskápa á hjólum eru beðin um að skila þeim hreinum og skilja eftir fyrir framan herbergið ykkar við brottför. Takk fyrir 😊

Reglur á próftíma taka gildi 10. maí

Næðistími á Heimavistinni hefst 10. maí

Pylsugrill fyrir íbúa í kvöld - mánudagskvöld

Í kvöld verður boðið upp á grillaðar pylsur fyrir alla íbúa Heimavistarinnar. Fyrir alla íbúa - óháð því hvort íbúi er skráður í kvöldmat eða ekki.

Óskilamunir í þvottahúsinu - vinsamlegast skoðið

Nokkuð er um að ómerktur eða illa merktur fatnaður hafi verið settur í þvott og því ekki hægt að koma til skila í þvottaskápana. Sá þvottur er í hillu frammi fyrir framan skápana. Íbúar eru hvattir til að skoða þetta sem allra fyrst - áður en haldið er út í sumarið.