Ertu með kvef eða hita?

Minnum íbúa á að láta starfsfólk heimavistar vita ef þeir eru veikir. Hægt er að hringja í innanhússíma 455-1602 eða í vaktsíma 899-1602. Starfsfólk getur litið við hjá íbúum, komið með mat, hitamæli o.þ.h. eftir því sem þörf er á.

Merkingar á fatnaði íbúa

Mjög mikilvægt er að merkja þvottinn sinn vel - og það gæti þurft að skrifa ofan í það sem merkt var fyrr í vetur svo fatnaðurinn komist í rétt hólf. Nokkuð er um að ómerktur eða illa merktur fatnaður hafi verið settur í þvott og því ekki hægt að koma til skila í þvottaskápana. Hægt er að merkja þvottinn hjá starfsmönnum í þvottahúsinu.

Spilakvöld miðvikudaginn 17. janúar kl. 20:00

Heimavistarráð stendur fyrir spilakvöldi á setustofunni kl 20-22 á miðvikudaginn, 17. janúar.

Gleðilegt nýtt ár

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs þá minnum við á að heimavistin opnar á nýju ári miðvikudaginn 3. janúar kl. 12. Hlökkum til að sjá ykkur😊

Gleðilega hátíð

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí miðvikudaginn 3. janúar kl. 12.

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Jólahlaðborð Heimavistarráðs miðvikudaginn 6. desember

Miðvikudaginn 6. desember verður jólahlaðborð Heimavistarráðs í mötuneytinu og er öllum íbúum heimavistar boðið að njóta hátíðarveitinga. Gildir einu hvort íbúar eru skráðir í kvöldmat eða ekki, allir eru velkomnir. Heimavistarráð aðstoðar við að framreiða og hefur þegar skreytt matsalinn. Við bendum íbúum okkar á að mæta í snyrtilegum klæðnaði til kvöldverðar. Borðhald hefst kl. 17:30 og lýkur kl 19:00.

Reglur á próftíma

Próftími hefst laugardaginn 9. desember. Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. Tónlist og sjónvörp á herbergjum og á setustofu mega ekki valda ónæði. Hafið samband við starfsmann í vaktsíma 8991602 ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel í prófunum. Munum að sýna hvort öðru tillitssemi. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Piparkökumálun á setustofunni miðvikudaginn 29. nóvember kl. 20-22

Heimavistarráð stendur fyrir viðburði á setustofunni annað kvöld, miðvikudagskvöldið 29. nóvember kl. 20-22. Hvetjum íbúa til að mæta og eiga notalega kvöldstund.

Heimavistin lokuð um jól og áramót.

Heimavistinni verður lokað fimmtudaginn 21. desember kl. 12. Opnum aftur á nýju ári miðvikudaginn 3 . janúar kl. 12.